Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Marorka!

Sl. fimmtudag var tilkynnt að fyrirtækið Marorka hlyti umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir þróun upplýsingatækni sem minnkar orkunýtingu við siglinar verulega. Mér finnst ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu, þar sem fréttir af verðlaunaveitingunni hafa fallið dálítið í skuggann af öðrum og leiðinlegri fréttum. Nánari fréttir af verðlaunaveitingunni er m.a. að finna á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar og á heimasíðu Marorku.

Þróun umhverfisvænnar tækni hefur þegar skapað fjöldann allan af nýjum störfum, bæði hérlendis og erlendis. Árangur Marorku er eitt af bestu dæmunum um það. Að mati Sameinuðu þjóðanna munu skapast tugir milljóna nýrra starfa í umhverfisgeiranum á næstu áratugum. Við núverandi aðstæður hafa reyndar margir áhyggjur af því að erfitt verði að útvega lánsfé til nýrra verkefna, en á móti kemur að fjárfestar munu nú væntanlega snúa sér í auknum mæli að áhættulitlum verkefnum sem skila góðri ávöxtun til langs tíma. Þess vegna má jafnvel búast við auknu fjárstreymi til umhverfisverkefna af ýmsu tagi.

Á þessu sviði liggja gríðarlega stór tækifæri fyrir Íslendinga. Marorka hefur rutt brautina, ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum. Framhaldið er undir okkur sjálfum komið. Viljum við leita nýrra lausna, eða viljum við berja hausnum við steininn og reyna að leysa aðsteðjandi vandamál með sama hugarfari og var notað þegar vandamálin voru búin til, svo vitnað sé í orð Alberts Einstein?

Til hamingju Marorka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán.

Þú átt væntanlega við að Marorka hafi fengið verlaun fyrir þróun tækni sem bætir orkunýting og veldur því að minni orku þarf til að knýja för í siglingum.

Tæknin minnkar varla nýtingu orkunnar heldur bætir nýtinguna.

Spurning um rétt orðalag.

Kveðja,

Jón Árni

Jón Árni Bragason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:01

2 identicon

Afsakaðu að vanta skuli ð í orðinu "verðlaun" í fyrri færslu og u í orðinu "orkunýtingu".

Kveðja,

Jón Árni

Jón Árni Bragason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband