Leita í fréttum mbl.is

Án Brán

Englendingar eru kján-
aleg þjóð sem stundar rán.
Lengi gæti ég lifað án
leiðindanna í Gordon Brown.

Æi, Englendingar eiga þetta nú annars ekkert skilið af mér. Þetta er upp til hópa vænsta fólk held ég. Veit heldur ekki til þess að þeir hafi kosið sér þessi ósköp fyrir forsætisráðherra. En það hefur löngum þótt áhrifamikið að koma klámi og níði í bundið mál - og ég skáka náttúrulega í því skjólinu. Slíkt er gamall íslenskur siður, sem var fundinn upp löngu á undan lögum um varnir gegn hryðjuverkum, og hefur því væntanlega unnið sér ákveðna hefð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð hagmæltir, Bitrungar. En nú held ég að vitrir menn á borð við þig eigið einmitt að forðast að rífa upp einhverja þjóðrembu. Það gafst illa í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar og er ekki betra medicin núna.

Netamaðurinn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

 Þetta er ekki illa meint en þú byrjaðir.

 

Við getum verið ýmiss án.

Ég ekkert myndi sakna

þótt gæðablóðið Gordon Brown

gleymi því að vakna.

 

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.10.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband