15.10.2008 | 20:58
Án Brán
Englendingar eru kján-
aleg þjóð sem stundar rán.
Lengi gæti ég lifað án
leiðindanna í Gordon Brown.
Æi, Englendingar eiga þetta nú annars ekkert skilið af mér. Þetta er upp til hópa vænsta fólk held ég. Veit heldur ekki til þess að þeir hafi kosið sér þessi ósköp fyrir forsætisráðherra. En það hefur löngum þótt áhrifamikið að koma klámi og níði í bundið mál - og ég skáka náttúrulega í því skjólinu. Slíkt er gamall íslenskur siður, sem var fundinn upp löngu á undan lögum um varnir gegn hryðjuverkum, og hefur því væntanlega unnið sér ákveðna hefð.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Þið eruð hagmæltir, Bitrungar. En nú held ég að vitrir menn á borð við þig eigið einmitt að forðast að rífa upp einhverja þjóðrembu. Það gafst illa í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar og er ekki betra medicin núna.
Netamaðurinn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:07
Þetta er ekki illa meint en þú byrjaðir.
Við getum verið ýmiss án.
Ég ekkert myndi sakna
þótt gæðablóðið Gordon Brown
gleymi því að vakna.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.10.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.