5.11.2008 | 09:04
Dagur vonar
Mikið er ég glaður að Barack Hussein Obama skuli hafa unnið svona afgerandi sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Dagurinn í dag er sögulegur. Þetta er dagur vonar, dagurinn sem ljóst varð að Bandaríkin myndu loks losna úr 8 ára gíslingu óhæfra stjórnvalda.
Það er nánast sama hvert litið er, vonin ríkir á öllum sviðum, sama hvort talað er um umhverfismál, mannréttindi eða efnahag. En eins og Barack Obama sagði í sigurræðunni í nótt, þá verður þetta ekkert auðvelt, því að verkefnin eru risavaxin. Og ekki bætir úr skák að embættismenn Bush-stjórnarinnar eru þessa dagana önnum kafnir við að valda eins miklu tjóni og mögulegt er áður en hinn nýi forseti tekur við völdum í janúar. Reyndar minntist Obama ekkert á þetta í ræðunni, en fréttaveitur heimsins hafa fjallað um þessa döpru viðleitni síðustu daga, sjá m.a. umfjöllun PlanetArk/Reuter í fyrradag. Umrædd viðleitni felst í því að breyta eða nema úr gildi ýmsar reglur um náttúruvernd o.fl. Og þessum reglum verður ekki svo auðveldlega breytt til baka á svipstundu þótt nýr forseti taki við.
Það væri hægt að skrifa langan pistil um vonirnar sem öðluðust líf í nótt, en internetið er þegar hálffullt af slíkum pistlum. Ég ætla því að láta nægja að mæla með Barack Obama sem ræðumanni eða jafnvel veislustjóra á árshátíðum og þorrablótum. Í morgun var mér t.d. bent á frekar skemmtilegt myndband frá minningarsamkomu um Alfred E. Smith, sem haldin var fyrir hálfum mánuði, mitt í lokaspretti kosningabaráttunnar. Alfred þessi var lengi ríkisstjóri í New York, auk þess að vera frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum 1928. Obama fór á kostum í ræðu sem hann hélt í þessu samkvæmi, en þar var John McCain einmitt staddur líka. Obama sagði m.a. að hann myndi ekkert eftir Alfred E. Smith, en að John McCain hefði sagt sér að þetta hefði verið prýðismaður. Svo talaði hann um efnahagslægðina og hversu harkalega lækkun húsnæðisverðs hefði komið niður á mörgum. Þó hefði þetta komið sér 8 sinnum verr fyrir John McCain en flesta aðra. Annars var hann nú ekkert sérstaklega í því að gera grín að McCain. Þvert á móti hældi hann honum mjög - í fullri alvöru - og sagði fáa hafa lagt meira á sig fyrir land og þjóð. Á öðrum stað í ræðunni útskýrði Obama hvers vegna hann hefði fengið fornafnið Barack og millinafnið Hussein. Barack væri nefnilega blótsyrði úr Zwahili og Hussein-nafnið hefði einhver gefið sér, sem datt ekki í hug að hann myndi sækjast eftir því að verða forseti Bandaríkjanna.
Obama kjörinn forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég samgleðst Bandaríkjamönnum - og okkur hinum líka.
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:27
Góðar og skemmtilegar upplýsingar.
Sólveig Hannesdóttir, 5.11.2008 kl. 14:03
Góður Stefán ... þú klikkar ekki og vonandi stendur Obama undir væntingum.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.11.2008 kl. 17:30
Það er gleðiefni að Obama er næsti forseti Bandaríkjanna. Og ég er sammála þér Stefán um að hann á ekki auðvelt verk framundan, reyndar risavaxið verk og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig honum gengur að hreinsa til eftir Bush stjórnina. Vona bara að hann velji góða ráðgjafa með sér. Og að þjóðin styðji og skilji hann í því sem hann þarf að gera á næstunni.
Nína S (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.