Leita í fréttum mbl.is

Fljótsbakki framtíðarinnar

Við erum í vanda. Undanfarna mánuði og ár höfum við gengið fram með fljóti, sem við vissum innst inni að væri bæði straumþungt og kalt. Og við vissum líka innst inni að fyrr en síðar lægi leiðin yfir þetta fljót. Kannski héldum við að einhver myndi byggja brú yfir fljótið, en það voru draumórar. Svona fljót verða nefnilega ekki brúuð.

Einn daginn var okkur hrint út í fljótið. Við vitum ekki alveg hver hrinti okkur, en við erum alla vega stödd í fljótinu og allt er kalt og blautt. Mörg okkar óska sér þess allra heitast að verða dregin aftur upp á sama bakkann – og allt verði sem fyrr. En sannleikurinn er sá, að það liggur engin leið til baka. Fljótsbakki fortíðarinnar var fullkannaður og þar gátum við ekki þrifist lengur, eins og við vissum reyndar innst inni.

En það er bara svo kalt og blautt úti í fljótinu. Það er vandinn. Og við vitum ekki hvernig hverju okkar um sig mun reiða af. Kannski ber okkur með straumnum eitthvað niður í móti. Nú ríður á að hjálpast að. Og eitt er víst: Leiðin yfir fljótið var eina leiðin.

Við vitum lítið um fljótsbakka framtíðarinnar. Þannig er það jú með alla fljótsbakka sem við höfum aldrei staðið á. En innst inni vitum við að bakkinn hinum megin er betri en sá gamli, einfaldlega vegna þess að þar voru tækifærin upp urin. Á nýja bakkanum eru ný tækifæri. Þar verður gott að halda göngu sinni áfram, fram með fljóti, frá fljóti og að næsta fljóti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

Góð líking :)

Fríða, 9.11.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

:o)

Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Flott skrif hjá þér...hlakka til að komast á bakkann hinu megin. Vona að sem flestir bjargist á sundi..og það drukkni enginn. Þetta er straumhart fljót sem við erum lent í. Þess vegna verðum við að halda hvert öðru á floti.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir jákvæð viðbrögð við þessum skrifum.

Stefán Gíslason, 11.11.2008 kl. 11:32

5 identicon

Frábær samlíking og svo sönn

Ragna Brynjusystir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband