27.11.2008 | 10:32
Nýsköpun er vanmetin!
Þegar ágóði af nýsköpun er áætlaður falla menn gjarnan í svokallaða DCF-gildru. Þá eru tekjur af nýsköpunarhugmyndinni bornar saman við óbreyttar tekjur af þeirri starfsemi sem fyrir er. Reyndin er hins vegar sú, að ef menn aðhafast ekkert, þá minnka tekjurnar en haldast ekki óbreyttar. DCF-gildrunni er gjarnan lýst með eftirfarandi mynd:
Á myndinni táknar A áætlað sjóðstreymi vegna nýsköpunarinnar, B táknar áætlað sjóðstreymi sem hlýst af því að gera ekkert, en C táknar líklegra sjóðstreymi sem hlýst af þessu sama aðgerðarleysi. Hefðbundnar aðferðir til að áætla núvirt sjóðstreymi (Discounted Cash Flow (DCF)) eða núvirði (Net Present Value (NPV)) byggjast venjulega á samanburði milli A og B, en ættu þess í stað að líta á samanburðinn milli A og C.
Ágóði af nýsköpun er með öðrum orðum almennt vanmetinn í hefðbundnum viðskiptalíkönum, einfaldlega vegna þess að yfirleitt tapa menn á því að gera ekki neitt!
(Þessi samantekt er í boði Harvard Business Review og Hans Nilsson).
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 145318
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.