Leita í fréttum mbl.is

Nýsköpun er vanmetin!

Þegar ágóði af nýsköpun er áætlaður falla menn gjarnan í svokallaða DCF-gildru. Þá eru tekjur af nýsköpunarhugmyndinni bornar saman við óbreyttar tekjur af þeirri starfsemi sem fyrir er. Reyndin er hins vegar sú, að ef menn aðhafast ekkert, þá minnka tekjurnar en haldast ekki óbreyttar. DCF-gildrunni er gjarnan lýst með eftirfarandi mynd:

DCF-gildran

Á myndinni táknar A áætlað sjóðstreymi vegna nýsköpunarinnar, B táknar áætlað sjóðstreymi sem hlýst af því að gera ekkert, en C táknar líklegra sjóðstreymi sem hlýst af þessu sama aðgerðarleysi. Hefðbundnar aðferðir til að áætla núvirt sjóðstreymi (Discounted Cash Flow (DCF)) eða núvirði (Net Present Value (NPV)) byggjast venjulega á samanburði milli A og B, en ættu þess í stað að líta á samanburðinn milli A og C.

Ágóði af nýsköpun er með öðrum orðum almennt vanmetinn í hefðbundnum viðskiptalíkönum, einfaldlega vegna þess að yfirleitt tapa menn á því að gera ekki neitt!

(Þessi samantekt er í boði Harvard Business Review og Hans Nilsson).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband