12.12.2008 | 09:45
Steven Chu orkumálaráðherra!
Val Baracks Obama á Nóbelsverðlaunahafanum Steven Chu í embætti orkumálaráðherra er ekki síst athyglisvert fyrir þá sök að sá síðarnefndi hefur beitt sér mjög fyrir þróun 2. kynslóðar etanóls, þ.e. etanóls sem t.d. er framleitt úr sellulósa (beðmi) eða öðrum viðarafurðum og plöntuúrgangi sem ekki nýtist sem fóður fyrir menn og önnur dýr. Chu hefur verið harður andstæðingur þeirrar stefnu núverandi Bandaríkjastjórnar, að auka framleiðslu á etanóli úr korni, en þessi stefna er m.a. talin hafa átt sinn þátt í hækkuðu verði á fóðri og matvælum, auk þess að hafa stuðlað að miklum umhverfisskaða. Chu hefur líka verið talsmaður þess að skoðaðir verði aðrir valkostir í lífeldsneyti, svo sem bútanól.
Mér finnst það hreinlega ótrúlega magnað að vísindamaður á borð við Steven Chu skuli vera valinn í ráðherraembætti! Hitt er svo annað, að hann á vissulega erfitt verkefni fyrir höndum, þar sem hann þarf að yfirstíga bæði verulegar pólitískar og efnahagslegar hindranir.
Þeir sem vilja kynna sér málið nánar geta t.d. lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag og umfjöllun á fréttavef Bloomberg í gær. Svo er hægt að fræðast heilmikið um Steven Chu á Wíkipedíu.
Obama velur vísindamann í ráðherraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 145318
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.