Leita í fréttum mbl.is

Steven Chu orkumálaráðherra!

Steven ChuVal Baracks Obama á Nóbelsverðlaunahafanum Steven Chu í embætti orkumálaráðherra er ekki síst athyglisvert fyrir þá sök að sá síðarnefndi hefur beitt sér mjög fyrir þróun 2. kynslóðar etanóls, þ.e. etanóls sem t.d. er framleitt úr sellulósa (beðmi) eða öðrum viðarafurðum og plöntuúrgangi sem ekki nýtist sem fóður fyrir menn og önnur dýr. Chu hefur verið harður andstæðingur þeirrar stefnu núverandi Bandaríkjastjórnar, að auka framleiðslu á etanóli úr korni, en þessi stefna er m.a. talin hafa átt sinn þátt í hækkuðu verði á fóðri og matvælum, auk þess að hafa stuðlað að miklum umhverfisskaða. Chu hefur líka verið talsmaður þess að skoðaðir verði aðrir valkostir í lífeldsneyti, svo sem bútanól.

Mér finnst það hreinlega ótrúlega magnað að vísindamaður á borð við Steven Chu skuli vera valinn í ráðherraembætti! Hitt er svo annað, að hann á vissulega erfitt verkefni fyrir höndum, þar sem hann þarf að yfirstíga bæði verulegar pólitískar og efnahagslegar hindranir.

Þeir sem vilja kynna sér málið nánar geta t.d. lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag og umfjöllun á fréttavef Bloomberg í gær. Svo er hægt að fræðast heilmikið um Steven Chu á Wíkipedíu.


mbl.is Obama velur vísindamann í ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband