Leita í fréttum mbl.is

Er snigillinn dauđur?

oilsnailÁ blađamannafundi 2. júní sl. kynnti Árni M. Mathiesen, fjármálaráđherra, tillögur starfshóps um heildarstefnumótun skattlagningar á  eldsneyti og ökutćki, en starfshópurinn hafđi ţá setiđ međ máliđ í fanginu í tćpt ár. Viđ ţetta tćkifćri sagđist Árni gera „ráđ fyrir ađ ţađ taki sumariđ ađ fara yfir ţessar niđurstöđur og vonandi hćgt ađ leggja fram frumvörp í haust og ţau afgreidd fyrir áramót“, svo vitnađ sé í frétt mbl.is um máliđ.

Tillögur umrćdds starfshóps gerđu ráđ fyrir ađ skattlagning á eldsneyti og ökutćki yrđi framvegis tengd viđ losun á koltvísýringi, enda vćri Ísland međ hćstu koltvísýringslosun nýskráđra fólksbíla innan evrópska efnahagssvćđisins. Tillögurnar byggđu ađ hluta á skýrslu Vettvangs um vistvćnt eldsneyti, sem kynnt var í febrúar 2007.

Ţađ er ekkert minni ţörf á ţví nú en áđur ađ nýta eldsneyti vel og draga úr losun gróđurhúsalofttegunda. Ţess vegna er ég sleginn yfir ţví ađ Alţingi skuli enn og aftur hjakka í fari úreltrar skattlagningar, ţrátt fyrir alla ţá góđu vinnu sem búiđ er ađ leggja í tillögur um nýjar leiđir, sem eru til ţess fallnar ađ draga okkur a.m.k. hálfa leiđ út úr skuggum fortíđarinnar. Til hvers í ósköpunum eru menn ađ plata hópa af fagfólki til ađ sitja í nefndum mánuđum eđa árum saman, ef ţađ stendur svo ekkert til ađ taka mark á ţeim? 

Í ólundarlegri bloggfćrslu minni 2. júní sl. lét ég ţess getiđ ađ mér finndist seinagangurinn í skattlagningarmálinu óviđunandi, „sérstaklega ef menn ćtla ađ fara ađ hanga yfir ţessu til áramóta án ţess ađ taka neina ákvörđun“. Ég sći ekki betur en „málinu sé ćtlađ ađ ganga áfram međ hrađa snigilisins, og svei mér ef snigillinn gengur ekki fyrir jarđefnaeldsneyti, annađ hvort bensíni eđa díselolíu“.

Nú er ég hrćddastur um ađ snigillinn sé dauđur!

PS1: Hér hef ég ekki minnst orđi á allar hinar aukaverkanirnar sem lög gćrdagsins hafa í för međ sér. Ţví hafa ađrir gert góđ skil.

PS2: Kannski er ţetta allt misskilningur hjá mér. Kannski eru nýju lögin einmitt byggđ á tillögum umrćdds starfshóps. Ég hef nefnilega ekki lesiđ ţau. Leiđréttiđ mig endilega ef svo er. Ég mun taka slíkum leiđréttingum afar fagnandi!


mbl.is Ţrýsta vísitölunni upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góđ samlíking. Snigill Arkímedasar dćlir engu ef hann snýst ekki nógu hratt, hann bara sullar. Ţađ var snigillinn sem ég sá fyrir mér, hm.

Guđmundur G. Hreiđarsson (IP-tala skráđ) 12.12.2008 kl. 12:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband