17.12.2008 | 23:12
Nýjar fjárgötur - fagnaðarefni
Stofnun þessa nýja sprotasjóðs er gott dæmi um þróun, sem mun verða áberandi á næstu mánuðum. Eins og ég ýjaði að í vangaveltum mínum 3. nóvember sl. um Umhverfismál á tímum bankakreppu, bendir margt til þess að fjárfestar muni nú í auknum mæli beina fjármagni sínu til fyrirtækja og verkefna þar sem unnið er í anda sjálfbærrar þróunar. Skammtímasjónarmiðin, sem ráðið hafa ferðinni síðustu ár, hafa beðið skipbrot. Menn vissu fyrir að þau dugðu ekki í umhverfismálunum, en nú er sem sagt ljóst að þau duga ekki heldur í kauphöllinni. Í stað þess að gleyma sér í draumum um skjótfenginn gróða, horfa fjárfestar nú í auknum mæli til ábyrgra fjárfestinga, sem stuðla að áframhaldandi velsæld í umhverfi og samfélagi, velsæld sem hefur verið, er og verður alltaf undirstaða arðs til langs tíma.
Það má kannski orða það svo, að á síðustu árum hafi áhættufé fjáreigenda runnið eftir hættulegum fjárgötum, sem nú eru hrundar og horfnar í skriðuna. Mikill fellir hefur orðið í sveitinni, en enn er þó stundaður fjárbúskapur. Sprotasjóðurinn BJÖRK er dæmi um nýja fjárgötu, þar sem skynsemin er tekin fram yfir áhættuna. Féð sem eftir lifir mun streyma eftir þessari fjárgötu og öðrum slíkum.
Takk Halla, Auður Capital og Björk fyrir að opna þessa leið. Ég er bjartsýnn á framtíðina - bjartsýnni í dag en í gær.
Vona að framlög í sprotasjóðinn BJÖRK verði á annan milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.