29.12.2008 | 16:07
Endurvinnsla pappírs er mikilvæg!
Það er gott til þess að vita að fólki sé gert sem auðveldast að skila pappír og pappírsumbúðum til endurvinnslu. Þessi endurvinnsla skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli í umhverfislegu tilliti. Þessu til áréttingar ætla ég að setja hérna inn nokkrar tölur úr nýjasta tölublaði World Watch Magazine, sem ég fékk með póstinum í dag:
Árið 2005 notuðu jarðarbúar samtals 368 milljónir tonna af pappír og pappa. Gert er ráð fyrir að þessi tala verið komin í 579 milljónir tonna árið 2021.
Eftirfarandi tafla sýnir pappírsnotkun í mismunandi heimshlutum:
Heimshluti | Kg á mann á ári |
Bandaríkin | 330 |
Vestur-Evrópa | 200 |
Suður-Ameríka | 50 |
Asía, þ.m.t. Kína | 28 |
Meðalskrifstofumaður í Bandaríkjunum notar um 10.000 blöð af skrifstofupappír árlega. Þar af lenda um 45% í ruslinu samdægurs!
Af öllum þeim blöðum og tímaritum sem stillt er upp í blaðahillum og blaðarekkum í Bandaríkjunum og í Evrópu rata aðeins 30% nokkurn tímann í hendur lesenda. Hinum 70 prósentunum er hent.
Pappír er um 34% af öllum heimilisúrgangi sem til fellur í Bandaríkjunum. Samkvæmt því fleygja bandarísk heimili um 85 milljónum tonna af pappír árlega. (Mig minnir að þetta hlutfall sé svipað á Íslandi).
Fyrir hvert tonn af pappír sem er endurunnið sparast 17 tré, sem annars hefði þurft að höggva. Auk þess sparast 2,5 rúmmetra rými á urðunarstað sem ella hefði tekið við pappírnum. Þá er ónefnd orkan sem sparast, því að frumvinnsla er jafnan orkufrekari en endurvinnsla.
(Byggt á: World Watch Magazine, janúar/febrúar 2009 (Volume 22, Number 1), bls. 32. Sjá einnig www.worldwatch.org/ww).
Breytingar á grenndargámum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
Athugasemdir
Orð í tíma töluð.Ekki síst ef við getum framleitt vörubretti úr endur unnum pappír til útflutnings. Var úti á Spáni í fyrra haust þar var allt útatað af drykkjarumbúðum þar sem voru auð svæði,skíringin var að þar er ekkert skilagjald á drykkjarumbúðir.
Ragnar Gunnlaugsson, 30.12.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.