Leita í fréttum mbl.is

VIÐ getum haft áhrif í Palestínu!

Ég átti áhugavert símtal í gærkvöldi við mann sem var að velta því fyrir sér hvað venjulegur Íslendingur gæti gert til að sporna gegn yfirstandandi fjöldamorðum á Gaza. Hér eru tvær hugmyndir:

  1. Hætta að kaupa vörur frá Ísrael. Reyndar er ekki mikið um ísraelskar vörur í íslenskum búðarhillum, líklega helst sítrusávextir (appelsínur, mandarínur o.s.frv.) og niðursoðnir eða þurrkaðir ávextir. Ávextir í lausu máli eru ekki alltaf merktir upprunalandi, þannig að þá er um að gera að spyrja starfsfólk í versluninni hvaðan umrædd vara sé. Um leið kemur maður ákveðnum skilaboðum á framfæri, hvort sem maður fær svar eða ekki. Til að gæta fyllsta hlutleysis er sjálfsagt að sniðganga líka vörur sem Hamasliðar í Palestínu hafa framleitt. Það er auðvelt, því að slíkar vörur eru væntanlega ekki til.
  2. Styðja alþjóðasamtök sem beita sér fyrir vopnahléi. Í því sambandi má m.a. benda á Avaaz (sjá www.avaaz.org), sem eru einmitt á þessari stundu að reyna að skrapa saman upphæð sem samsvarar 32.000 Bandaríkjadölum til að fjármagna auglýsingu í Washington Post, í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á afstöðu Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa Bandaríkjamenn komið í veg fyrir að gerð verði nokkur samþykkt sem máli skiptir um ástandið á Gaza, þrátt fyrir góðan vilja annarra þjóða. Hægt er að fara beint inn á síðuna https://secure.avaaz.org/en/gaza_peace_ads/?cl=167079782&v=2652 til að reiða slíkt framlag af hendi. Hver dollari skiptir máli!

Við getum haft áhrif í Palestínu! En það er ekki nóg að tala um það við eldhúsborðið eða á meðan maður er að horfa á Kastljós!


mbl.is Skotið á bíl með hjálpargögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta gerði maður hér í eina tíð- sniðgekk vörur frá Suður-Afríku til að mótmæla aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Og það var talsvert sem kom þaðan í búðir hingað.

En eru enn fluttar inn appelsínur t.d. frá Jaffa? Mig langar svo að vita hvað vörutegundirnar frá Ísrael heita svo ég fari nú ekki að kaupa þær.

Svo minni ég á fundinn við sendiráð Bandaríkjanna klukkan 17:00 í dag.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.1.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Við vinurinn ræddum um ýmis hryðjuverk. Að sjálfsögðu er ekki til nein einföld leið til að koma í veg fyrir þau, en ætli fyrirbyggjandi aðgerðir séu nú samt ekki vænlegastar. Í því sambandi skiptir mestu máli að koma í veg fyrir að gjár haturs og tortryggni myndist milli ólíkra hópa fólks. Þetta er ekki auðvelt í framkvæmd, en samt alls engin geimvísindi að grunni til.

Stefán Gíslason, 8.1.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Ég veit ekki um neinn nýjan, áreiðanlega lista yfir vörur frá Ísrael. Félagið Ísland-Palestína er reyndar með slíkan lista á heimasíðunni sinni, en mig grunar að hann sé ekki nýr. Engu að síður gefur hann gagnlegar vísbendingar. Almennt er hægt að þekkja þessar vörur á því að vörunúmerið undir strikamerkinu byrjar á 729, sjá nánar á http://www.palestina.is/snidganga/index.htm.

Af umhverfisástæðum tel ég óráð að fólk losi sig við ísraelskar vörur sem það hefur þegar keypt, enda hefur það engin jákvæð áhrif. Þannig mæli ég ekki með því að fólk hendi tölvunum sínum, þó að örgjörvinn í þeim sé kannski hannaður í Ísrael.

Stefán Gíslason, 8.1.2009 kl. 15:55

4 identicon

Við getum líka hætt að gefa í þróunaraðstoð til Hamas. Síðan getum við sett þau skilyrði fyrir áframhaldandi þróunaraðstoð:

Að Hamas verði lagt niður.

Að við stjórn Palestínu taki við fólk sem hefur það á dagskrá sinni að endurbyggja, koma á velferð, koma upp vestrænu efnahagskerfi og mikilvægast af öllu að semja varanlegan frið við Ísrael og viðurkenna Ísraels ríki.

Að haldið verði nákvæmt bókhald um það hvað peningunum er eytt í.

Að peningum verði ekk eytt í hluti á borð við skotvopn, sprengiefni, sveðjur og svo framvegis.

Ef vestræn ríki settu þessi skilyrði við þróunaraðstoð þá væri mögulegt að leysa þennan vanda fyrir botni miðjarðarhafs á tiltölulega friðsamlegan hátt.

Við getum síðan að sjálfsögðu haldið því áfram sem við höfum verið að gera hingað til að senda peninga beint til Gaza skilyrðislaust og vona hið besta.

Því miður verður slíkum peningum bara eytt í sömu hluti og Hamas hefur eytt þeim í hingað til, semsagt skotvopn, srpengiefni og sveðjur.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:43

5 identicon

Smá leiðrétting: Þetta átti að vera sprengiefni en ekki srpengiefni.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Ég veit ekki hvort Hamasliðar fá einhverja þróunaraðstoð frá okkur. Geri reyndar ráð fyrir að aðstoð okkar við Palestínumenn sé einkum í formi hjálparstarfs, sem sinnt er af alþjóðlegum samtökum sem vinna verkin sjálf og hafa ekki endilega bein tengsl við Hamas. En hitt getur svo sem vel verið. Vandinn er bara sá, að árásir Ísraelsmanna á Gaza hætta ekki þótt meintur fjárstuðningur við Hamas leggist af. Og skilyrðin fyrir þróunaraðstoð eru líka býsna vandmeðfarin. Við viljum t.d. endilega að Palestínumenn kjósi sér leiðtoga í lýðræðislegum kosningum. Það var reyndar einmitt það sem þeir gerðu hérna um árið. Þeir kusu sem sagt Hamas, hvernig í ósköpunum sem þeim datt sú reginfirra í hug. Og hvað eigum við þá að gera? Eigum við að heimta að þeir fylgi vestrænum lýðræðisvenjum, en grípa svo í taumana ef þeir álpast ekki til að kjósa rétt?

Stefán Gíslason, 8.1.2009 kl. 20:46

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Verslunin Pier við Smáratorg selur snyrtivörur sem eru frá Dauða hafinu, s.s. Ísrael.

Við Íslendingar getum líka þrýst á stjórnvöld að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð.

Svala Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:37

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við eiið eigum að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael strax.  Við eigum líka að viðurkenna Palestínska þjóð, þótt það geti verið erfitt eins og staðan er. (sjá kort, sem sýnir hvað er í gangi)

Ísraelsmenn eiga að skila því landi, sem þeir hafa stolið af Palestínumönnum og Sameinuðuþjóðirnar verða að fara efna þann samning, sem gerður var árið 1947. Enn hafa Palestínumenn ekki fengið bætt land sitt og eigur og búa enn í flóttamannabúðum í Sýrlandi og Líbanon. Einnig eru búsetusvæði þeirra í Palestínu ekkert annað en fangabúðir eða útrýmingarbúðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2009 kl. 04:11

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Misfórst aðeins, en kortið er að finna hér. Skal einhvern undra að þessi þjóð sé orðin örvænt, hatursfull og reið?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2009 kl. 04:14

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Við getum líka þrýst á íslensk stjórnvöld og hvatt til að við setjum á alvöru viðskiptabann við Ísrael - við flytjum inn vörur og hráefni frá þeim fyrir 600 milljónir árlega. Sú aðferð virkaði mjög vel gegn aðskilnaðarstefnu S-A.

Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 06:13

11 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Flestir eru sammála um að Ísraelsmenn munu ekki slá neitt af í ofríki sínu gagnvart Palenstínsku þjóðinni; öðruvísi en að Bandaríkjamenn neyði þá til þess.

Bandaríkjamenn munu varla beita hörku gagnvart Ísraelsmönnum á meðan að almenningur beitir ekki þrýstingi. Sá þrýstingur mun ekki aukast að neinu ráði á meðan Amerísku fréttastöðvar flytja fréttirnar út frá sjónarhorni aðalbandamanna Bandaríkjanna.  Það er grunnforsenda til þess að vænta megi einhverra grundvallarbreytinga í afskiptum Bandaríkjanna í þessari langvinnu deilu. 

Stefán Ólafs: Hversu miklu eyðir Ísraelsher í vopnakaup ? Hvernig stendur á því að ekki fjölmennarri þjóð getur haldið uppi einum tæknivæddasta her í heimi ?

Kristján Þór Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 12:06

12 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir allar þessar góðu athugasemdir, gagnlegu ábendingar og fróðlegu upplýsingar.

Samkvæmt samantekt á Wikipediu, sem virðist í fljótu bragði afar vel unnin, er Ísrael í 17. sæti yfir þau ríki heims sem verja mestu fé til hermála, en þar eru útgjöldin sögð vera 13.300.000.000 Bandaríkjadalir, sem sagt 13,3 milljarðar dala. Þegar litið er á hlutfall af þjóðarframleiðslu er Ísrael skv. þessu í 7. sæti með 7,3%. Sjö af 8 efstu ríkjum á þeim lista eru í Miðausturlöndum.

Ég kann ekki að túlka þessar tölur, en mér segir svo hugur um að þær nái kannski ekki yfir vopn sem aðrar þjóðir leggja tiltekinni þjóð til án endurgjalds, sé um slíkt að ræða.

Mér finnst athyglisvert að sjá Ísland í 144. sæti af 170 á útgjaldalistanum með 26 milljóna dala útgjöld til hermála.

Stefán Gíslason, 9.1.2009 kl. 12:23

13 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Þetta er athyglisverð samantekt. Ísraelsher eyðir mun meiru en þetta. Allt frá þeim tíma er Golda Meir ( sbr. sjálfsævissögu ) fór til Bandaríkjanna og virkjaði Gyðingasamtökin þar í landi hefur mikið fé runnið til Ísraels í formi styrkja. Einnig má gera ráð fyrir því að Bandaríkin láti þeim hergögn í té; að hluta til endurgjaldslaust.

Getur verið að í tölum fyrir Ísland séu 26 miljónir dala aðallega vegna Landhelgisgæslunnar ?

Kristján Þór Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 12:38

14 Smámynd: Stefán Gíslason

Ég hef ekki rýnt í hvaða útgjöld Íslendinga er þarna átt við, en ég sé að þetta er tekið úr fjárlögum íslenska ríkisins 2008. Hugsanlega er þarna um að ræða framlög til Varnarmálastofnunar.

Stefán Gíslason, 9.1.2009 kl. 13:04

15 identicon

Stefán:

Det var länge sedan exporten av citrusfrukter och blommor från Israel
passerades av datorkomponenter och hitech. Exempelvis är röstbrevlådan i mobiltelefonerna en israelisk uppfinning och säkerligen patenterad av sin uppfinnare. Kan man tänka sig teknikkåta och talträngda islänningar bojkotta mobiltelefonen? Nej , ett dylikt slag uthärdar nog inte idealismen!

S.H. (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 13:42

16 Smámynd: Stefán Gíslason

Nej, det hjälper heller inte att slänga bort det man redan har. Och visst finns det gränsor för idealismen.

Stefán Gíslason, 9.1.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband