Leita í fréttum mbl.is

„Tökum Gandhi á þetta“

Hvað ætlið þið að segja barnabörnunum ykkar þegar mótmæla- og borgarafundirnir eru komnir í sögubækurnar? "-Varst þú þarna, afi? -Nei, ég var heima að horfa á enska boltann. -En þú, amma? -Nei, ég fór alltaf í Kringluna á laugardögum." Eða ætlið þið kannski að ljúga og segjast hafa tekið þátt í mestu hugarfarsbyltingu Íslandssögunnar án þess að hafa lyft litlafingri eða mótmælaspjaldi?

Tilvitnunin hér að ofan er úr nýjasta bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur, þar sem hún ákallar þann fjölmenna hóp Íslendinga sem vill breytingar, en hreyfir hvorki legg né lið til að láta þann vilja sinn í ljósi.

Ég er viss um að mikill meirihluti þjóðarinnar er afar ósáttur við stöðu mála, ósáttur við frammistöðu ríkisstjórnarinnar eða íslenskra stjórnmálamanna almennt, ósáttur við forsvarsmenn opinberra stofnana, ósáttur við að menn „axli ábyrgð“ með því einu að segjast ætla að skoða hvað hafi farið úrskeiðis, svo að þeir geti síðan sjálfir lagað það.

Ef vil viljum nýja tíma, þá þurfum við að búa þá til. Þeir verða ekki til að sjálfu sér í höndum þeirra sem bjuggu til gömlu tímana og klúðruðu þeim. Nú er tækifærið. Látum í okkur heyra, mætum á mótmælafundi, ætlumst ekki til að bræðurnir Einhver, Sérhver og Hversemer vinni verkin fyrir okkur! En: Höldum stillingu okkar - hversu lengi sem við þurfum að halda henni. Um leið og við missum stjórn á okkur og grípum til ofbeldis og skemmdarverka, erum við gengin til liðs við „hina“. Við viljum ekki vera í því liði. Sagan hefur sýnt að aðferð Gandhis er sú eina sem dugar. „Tökum Gandhi á þetta!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplifði svolítið sérstakt í dag -  og þarf ekki að ljúga að börnum mínum eða barnabörnum þegar þau spyrja... bara nokkuð sátt við dagsverkið...

Arnheiður (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þarf ekki að ljúga að mínum barnabörnum, þau vita að ég fer á alla mótmælafundina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Gandhi notaði ekki ólýðræðisleg vinnubrögð eins og aðstandendur þessar mótmæla hafa gert.

Þannig að þú þarft ekki að skammast þín fyrir að sitja heima. 

Hanna Lára hefur t.d. lokað suma úti af sínu bloggi, hjá henni hafa aðeins þeim sem henni eru þóknanlegir tjáningarfrelsi. Slíkt fólk rúmast einnig svo illa að mati aðstandenda mótmælendanna í samtökum þeirra að þeir báru sjálfan jólasveininn út af "Opnum" borgarafundi í Iðnó.

Það mál átti töluverðan aðdraganda sem lýst er í þessum greinum:

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 02:16

4 identicon

Ég styð mótmæli og að fólk komi skoðunum sínum á framfæri og myndi mæta ef ég byggi ekki norður í landi.

Það er samt svolítið súríalískt að það er enginn að hlusta á óánægjuraddirnar sem eru þó mjög fjölmennar og  háværar. Það er eins og þetta breytin engu ?? VIÐ verðum að stofna nýjan flokk sem hlustar á þjóðinna og boðar alvöru breytingar.

Það er viðurkennt að tengsl alþingis- og annara stjórmálamanna við viðskiptalífið og fjármagn í landinu er alltof mikið og samtengt, semsagt það grósserar spilling.

En ENGINN flokkur né ráðamaður hefur lagt til að breyta því. Geir og fleiri hafa talað um nefndir og ráð til að fara yfir málið. En afhverju segir enginn: Núna förum við í að eyða spillingunni, það þarf að gera breytingar á kerfinu, auka vægi alþingis, afnema ráðherra úr alþingi, breyta kosningakerfinu og allt annað sem þarf til að gera kerfið eins og hjá siðuðum þjóðum

Er ekki bara málið að það hentar ekki flokkseigendum og ráðamönnum að gera breytingar.  Þeir velja kerfi sem hentar þeim, ekki eitthvað sem væri eðlilegt fyrir almenning og lýðræði í landinu. Ráðamenn TAKA valdið frá fólkinu í gegnum kosningar, að öðru leiti er almenningur núll og nix.

Ég vil sjá nýjan flokk sem boðar þessar breytingar fyrst og fremst. Ég vil kjósa um slík í næstu kosningum. Við verðum að taka til í okkar ranni.

Í dag eru mestar líkur á að næstu kosningar snúist um Evrópusambandið og með smá andlitslyftingu þá haldi sömu flokkar 50% fylgi á Alþingi.

 Pétur Jónsson

Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband