Leita í fréttum mbl.is

Uppbyggilegt silfur

Í Silfri Egils í gær voru m.a. tvö einkar uppbyggileg viðtöl sem ég hvet alla til að skoða, hafi þeir ekki séð þáttinn. Þar var annars vegar rætt við Einar Baldursson, sálfræðing í Danmörku, og hins vegar við Njörð P. Njarðvík, prófessor emeritus.

Einar hefur sérhæft sig í endurreisn starfsanda í fyrirtækjum eftir hrun, en þá aðferðafræði má væntanlega yfirfæra á heilar þjóðir. Í viðtalinu var m.a. rætt um mikilvægi þess að þeir sem voru við stjórnvölinn þegar hrunið varð, víki til hliðar, hvort sem þeir báru í raun nokkra ábyrgð á hruninu eður ei. Reiði sé eðlileg fyrstu viðbrögð við hruni, en í kjölfar reiðinnar geti komið ótti sem birtist í flótta og sinnuleysi. Áður en til þess komi sé nauðsynlegt að tryggja að fólki finnist það virkilega hafa tækifæri til að taka þátt í endurreisninni.

Viðtalið við Njörð byggðist m.a. á greinaskrifum hans í Fréttablaðið. Njörður leggur til að stofnað verði nýtt lýðveldi á Íslandi með nýrri stjórnarskrá. Þannig sé hægt að komast út úr þeirri blindgötu flokksveldis og hagsmunagæslu sem við erum nú stödd í. Núverandi ríkisstjórn þyrfti þá að fara frá og utanþingsstjórn eða neyðarstjórn að taka við. Næstu mánuðir yrðu síðan notaðir til að leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin gæti kosið um á árinu 2010.

Lára Hanna Einarsdóttir hefur fært viðtölin úr Silfrinu í neytendavænar umbúðir á blogginu sínu, sjá http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/768444/. Í Silfrinu í gær var líka rætt við Torben Friðriksson, fyrrverandi ríkisbókara, um hugsanlega aðferð til að milda áhrif verðtryggingar fasteignalána á heimilin í landinu. Þær hugmyndir eru líka verðar umhugsunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki fannst mér síðra viðtalið við Lilju Mósesdóttur hagfræðing, sbr. viðbragð mitt hér á Vísisbloggi: Halda visssir auðmenn alltaf áfram að græða, ekki síður í kreppu en uppsveiflu?

Jón Valur Jensson, 12.1.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Ég missti af viðtalinu við Lilju. Þarf að kíkja á það!

Stefán Gíslason, 12.1.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband