Leita í fréttum mbl.is

Framsókn gefur tóninn

NótaÉg hef áður vitnað í þau orð Alberts Einstein, að ekki sé hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og var notað þegar vandamálið var búið til. Nú hefur Framsóknarflokkurinn áttað sig á þessu. Hvar sem menn standa í flokki er full ástæða til að gleðjast og óska Framsóknarmönnum til hamingju með nýja forystu. Með þessu hefur flokkurinn gefið tóninn, og nú verður spennandi að sjá hvenær núverandi stjórnarflokkar fylgja þessu góða fordæmi.


mbl.is Fréttaskýring: Framsókn kveður fortíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning er hvort ekki hefði verið hyllilegra að leggja niður þennan elsta stjórnmálaflokk og ungu mennirnir stofnuðu nýjan.

Tengsl forystu Framsóknarflokksins við bændur og samtök þeirra höfðu rofnað og peningamennirnir tekið flokkinn yfir. Nú hefur Framsókn verið tengd við spillingu nokkuð lengi og því áleitin spurning hvenær auðvaldið yfirtaki ungu mennina.

Mér finnst alveg skelfilegt til þess að hugsa ef allt þetta sukk og svínarí dragi mikilvæg málefni og verkefni niður með sér. Þannig er skógrækt á tímamótum, sbr. frétt í Morgunblaðinu í gær um þá spurningu hvort milljónum skógarplantna verði fleygt. Það tæki langan tíma að koma þessari mikilvægu starfsemi aftur á þann skrið sem hún hefur verið í á undanförnum áratug.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

„hyllilegra“ átti auðvitað að vera hyggilegra

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2009 kl. 12:12

3 identicon

Ég er nú ekki kominn til með að sjá það að þessi maður komi til með að valda staumhvörfum í Íslenskri pólitík. Sonur fyrrverandi framsóknarmanns og er alveg örugglega ekki tilbúinn að kasta af sér föðurverndinni, ef svo má segja.

Það hefði alveg mátt rannsaka það hvernig Ker varð að stórveldi. 

Þar fyrir utan er ég ekki kominn til að sjá það gerast í náinni framtíð að upp komi einhver pólitíkus sem hefur vilja, kjark og þor til að takast á við þau vandamál sem upp eiga eftir að koma á næstu árum, í kjölfar þessa bankahruns.
Taka á lögum og reglugerðum til að stöðva það að hægt sé að gera þá hluti sem menn hafa verið og eru enn að gera. 
Og það er mikið rétt hjá þér tilvitnunin í Einstein, mér finnst það illa gert í minningu Einsteins að nota hann á þennnann hátt, þar fyrir utan hef ég ekki neina trú á því að þessi drengur sé óskabarn Framsóknarflokksinseða þjóðarinnar.

Kveðja 

Baldvin Baldvinsson

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Stefán

Ferskir vindar hafa nú ekki einkennt Framsóknarflokkinn undanfarin ár. Með þessum nýja formanni koma sannarlega ný viðhorf frá flokknum og í pólitíkinni. Það verður spennandi að sjá hvaða breytingar þetta boðar.

Sigurður Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 21:45

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í Framsóknarflokknum hafa verið einstaklingar sem eru þekktir fyrir óvenjulegar aðferðir að koma ár sinni betur fyrir borð. Þeir hafa verið iðnir við að efla sinn hag og beita til þess öllum ráðum. Þannig var Framsóknarflokkurinn nýttur til að einkavæða bankana, Brunabótafélagið og leifarnar af Sambandinu með þeim afleiðingum sem við sitjum uppi með. Á þeim bæ virðist braskhugsunarhátturinn hafa orðið öllum þjóðarhag ofar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2009 kl. 09:17

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Batnandi mönnum er best að lifa. Nú virðist alla vega vera vilji til að horfa fram á veginn. Hvað sem úr verður er það meira en hægt er að segja um suma aðra flokka. Tek undir það sem Sigurður skrifar, að það er spennandi að sjá hvaða breytingar þetta boðar.

Stefán Gíslason, 20.1.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband