23.1.2009 | 13:42
Stjórnlagaþing
Mér finnst hugmyndin um stjórnlagaþing allrar athygli verðar og hvet fólk til að kynna sér málið á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is. Hugmyndin gengur í örstuttu máli út á að kosið verði sérstakt þing, sem hafi það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland. Kosningin yrði óbundin og óháð stjórnmálaflokkum. Á meðan þingið væri að störfum myndi utanþingsstjórn fara með framkvæmdavaldið. Á fyrrnefndri vefsíðu er m.a. hægt að undirrita áskorun til forseta lýðveldisins og Alþingis Íslendinga um þetta efni.
Nýjar fréttir um væntanlegar kosningar 9. maí nk. breyta engu um þörfina fyrir að skoða þjóðfélagsskipanina frá grunni. Þingrof og hefðbundnar kosningar eru stórt skref í rétta átt, en hugmyndin um algjöra endursköpun stjórnarskrárinnar gengur mun lengra í því að hreinsa upp vanda fortíðar og leggja drög að bjartri framtíð sem þjóðin getur náð sáttum um.
Hvernig sem allt annað fer, vona ég innilega að forsætisráðherra nái skjótum bata. Mér finnst gagnrýni á forystumenn oft vera allt of harkaleg. Þeir sem standa í eldlínunni, þ.m.t. formenn beggja stjórnarflokkanna, leggja virkilega nótt við dag í störfum sínum. Álagið á þessu fólki er gríðarlegt, og það er afar ómaklegt að halda því fram að þau geri ekki neitt. Hvort maður er sammála aðgerðunum er svo allt annað mál!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Sæll Stefán.
Reynsla annarra þjóða af sérstökum stjórnlagaþingum er ekki endilega góð. Best er hún sennilega í Bandaríkjunum fyrir stofnun þeirra. Þetta er langur ferill og síðan algjer óvissa um útkomuna.
Hætt yrði við hálfgert öngþveiti. Það eru um 310 þús. sjónarmið í landinu. Þau þurfa ákveðna farvegi, sem renna saman og fækkar eftir því sem ofar í stjórnunarpíramídan kemur. Það er nauðsynlegt ef á að hafa skilvirka stjórn, hvort sem er í fjölskyldum, fyrirtækjum eða í þjóðlífinu.
Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 12:00
Takk fyrir þessa ábendingu Jónas. Það er náttúrulega að mörgu að hyggja og engin einföld leið til að komast að bestu niðurstöðunni. Kannski er stjórnlagaþing ekki það sem skilar okkur mestu, en einhvern veginn þurfum við samt að stokka upp spilin og gefa upp á nýtt. Þetta er sem sagt bara spurning um fyrirkomulagið á því.
Stefán Gíslason, 24.1.2009 kl. 15:45
Það verða kosningar í vetur eða vor líklega, með nokkurri vinstri sveiflu og sveiflu til væntanlega "tímabundins" flokks sem vill hrinda í framkvæmd stjórnlagabreytingum.
Ekki ólíkleg niðurstaða, verður að Sjálfstæðisflokkur missir 3-5 þingm. og fer niður í um 25-30%. Samfylkingin verður "þrepi" neðar eða í um 18-23%. Framsókn rífur sig upp í 15-18%, sem einu sinni hefði ekki þótt gott á þeim bæ. VG bæta nokkru við sig. Það fer eftir árangri nýrra framboða. Niðurstaðan er að ekki verður starfhæf tveggja flokka stjórn. Allir vilja komast að nema þá helst Sjálfstæðisflokkur. Getur þú ímyndað þér ástandið? Ég ætla ekki að hugsa þá hugsun til enda og er farinn að horfa til þar næstu kosninga sem verða eftir 2-3 ár. Þá tekur við um 15-20 ára uppbygging á innviðum samfélagsins, efnahagslega og félagslega.
En, það má ýmislegt gera og bæta núverandi stjórnunar ástand. Umræða er til alls fyrst. Hana þarf að byrja í grasrótinni, eins og gert er hér. Virkja þarf núverandi pólitísk öfl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr, þau verða þarna áfram. Það sýnir reynslan okkur. Kettir (og stjórnmálaöfl) koma venjulega standandi niður.
En það verður gaman að fyljast með umræðunni, þó ég sjái stjórnlagaþingið ekki endilega leysa málin.
Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 20:33
Þær breytingar sem ég vil sjá verða að veruleika er raunverulegur aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavaldsins, þannig að þingið fengi þann sess að vera í raun sá vettvangur sem fer með valdið. Þá verða ráðherrar í raun ráðnir sem embættismenn/framkvæmdastjórar hver á sínu sviði og hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi. Þannig er auðveldara að losa sig við vanhæfa ráðherra ef þeir standa sig ekki í starfi, en það þarf ekki að bíða eftir því að þeir sjái sig knúna til að segja af sér. Með þessari breytingu væri kannski hægt að koma þeirri hefð á sem víða tíðkast í löndum í kringum okkur að menn taki ábyrgð á sínum störfum og víki ef þeir eða jafnvel þeirra undirmenn sem þeir bera ábyrgð á standa sig ekki.
Gísli Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.