Leita í fréttum mbl.is

Óvenjulegt tal á óvenjulegum tímum

Forseti Íslands fór ekki troðnar slóðir á fréttamannafundinum sem lauk á Bessastöðum fyrir stundu. Mesta athygli vekja væntanlega þau fjögur skylduverkefni, sem hann virðist ætla að fela nýrri ríkisstjórn. Einhverjum kann að finnast óviðeigandi að forsetinn tali með þessum hætti. Ég legg engan dóm á það. Hitt er víst, að troðnar slóðir eru ófærar í því ferðalagi sem framundan er.

Endurskoðun á stjórnskipan landsins er eitt hinna fjögurra „skylduverkefna“, sem forsetinn nefndi. Hvað sem hlutverki forsetans líður, þá er náttúrulega augljóst að þessi endurskoðun verður að fara fram. Nú er bæði nauðsyn og kærkomið tækifæri til þess!


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Svo sem að endurskoða forsetaembættið.

Sigurjón Benediktsson, 26.1.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Jú, forsetaembættið er auðvitað hluti af stjórnskipaninni og hlýtur því að þurfa að endurskoðast eins og allt hitt.

Stefán Gíslason, 26.1.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband