27.1.2009 | 09:53
Út að hlaupa - á nýjum skóm
Keypti mér tvenna hlaupaskó í gær. Það sannar náttúrulega þá staðhæfingu stúlku, sem afgreiddi mig í skóbúð í fyrra, að ég væri eins og versta kona þegar hlaupaskór væru annars vegar, hvað sem það þýðir nú annars.
Það er reyndar upplagt að kaupa hlaupaskó einmitt núna. Ef maður er heppinn getur maður fengið góða skó á gömlu verði eða á útsölu á svo sem 14 þúsund kall, en algengt verð á nýinnfluttum skóm á nýlegu gengi er líklega um 24 þúsund. Þess vegna keypti ég mér tvenna. Það er eiginlega lágmarksskammtur fyrir árið. Almennt er gert ráð fyrir að hlaupaskór endist 600-800 km, og ef maður nær að hlaupa 2.000 km á árinu, þá verður nú mesti glansinn farinn af þessum nýju pörum. Að vísu er hægt að þvælast þónokkuð lengra á hverju pari, þ.e.a.s. ef maður slítur skóm vel. (Ég á t.d. þrjú pör, sem öll eru í kringum þúsundið). En dempunin í miðsólanum getur verið orðin býsna gagnslaus löngu áður en skórinn er orðinn verulega ljótur að utan.
Hlaupaskór eru í senn sá hluti af áhugamálinu mínu sem er dýrastur og verstur fyrir umhverfið, þ.e.a.s. ef ég undanskil ferðalög vegna hlaupa innanlands og utan. Umhverfisáhrif hlaupaskóa liggja einna helst í efnum sem notuð eru í miðsólann, auk ýmissa lím- og litarefna sem notuð eru til að halda skónum saman og gera þá söluvænlega í útliti. Tímaritið Runner's World fjallaði ítarlega um þessa þætti í hefti sem kom út fyrir jólin. Kannski segi ég eitthvað nánar frá því öllu saman við tækifæri ef margar áskoranir berast.
Nú, ég tók náttúrulega aðra nýju skóna í notkun strax í gærkvöldi. Þetta eru skór af gerðinni Asics Arctic. Þeir koma meira að segja með göddum, sem ég skrúfaði reyndar undan áður en ég fór út, því að hálkan er að mestu úr sögunni í bili. Skórnir reyndust vel.
Þeir sem ætla að tryggja sér hlaupaskó á gamla verðinu gætu t.d. kíkt í vefverslun hlaup.is, farið í Afreksvörur, eða á útsölu í Flexor eða Intersport, svo eitthvað sé nefnt.
PS: Hlaupaskór eru einkar hentugt umræðuefni ef tilbreytingu vantar frá umræðu um kreppustjórnmál.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 145310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Manchester líklegasti áfangastaðurinn
- Carragher kallar eftir viðbrögðum frá Liverpool
- Grátlegt fyrir Sindra
- Varnarmaður Barcelona skiptir um skoðun
- Féll á lyfjaprófi og missir af HM
- City að kaupa annan varnarmann
- Ronaldo með 80 milljónir í laun á dag
- Tekur ten Hag við þýska stórliðinu?
- Chelsea kallar varnarmann úr láni
- Forráðamenn Real Madrid búnir að gefast upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.