Leita í fréttum mbl.is

Vissulega ömurleg atburðarás!

Vissulega var það ömurleg atburðarás sem varð til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar leið undir lok. Þar er ég alveg sammála SUS. Hins vegar er ég alveg ósammála SUS varðandi það hvaða atburðarás málið snúist um! Sú atburðarás sem varð stjórninni að falli átti sér ekki stað síðustu daga, heldur síðasta haust.

Stjórnin gat einfaldlega ekki setið lengur í óþökk fólksins í landinu. Ég held að flestir Samfylkingarmenn hafi verið búnir að átta sig á því. Þessu varð einfaldlega að ljúka. Líklega eru Sjálfstæðismenn stöðuglyndari, eða með öðrum orðum enn ólæsari á stöðu mála. Ingibjörg og Björgvin lentu í því að verða andlit hrunsins, ásamt með Geir og Árna. Fólk innanlands sem utan gat auðvitað ekki sætt sig við að sjá þessi sömu andlit í björgunarliðinu. Það er bara ótrúlegt að enginn skyldi pakka saman fyrr en Björgvin tók af skarið, nema reyndar Samfylkingarkonan í stjórn Seðlabankans, sem sagði af sér svo sem strax. Þá var ég viss um að margir fleiri myndu fylgja í kjölfarið.

Krafan um að fólk víki við þessar aðstæður þarf ekki endilega að hafa neitt að gera með ábyrgð viðkomandi á því sem gerðist. Þannig finnst mér t.d. gjörsamlega fáránlegt að setja Geir á einhvern topp20lista yfir helstu orsakavalda. Nei, þetta fólk var bara þarna, hvort sem það átti meiri eða minni þátt í hruninu. Þess vegna varð það að víkja! Ábyrgðin var enn frekar hjá fyrri ríkisstjórnum, en þær voru hættar hvort sem var og því ekki hægt að láta þær hætta aftur.


mbl.is SUS harmar tilgangslaus stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins haga sér eins og þeir einir hafi vit á nánast öllu. Af sömu ástæðum gætu guðirnir aldrei gert mistök.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið allt of upptekinn við að draga fram kosti einkavæðingar og takmörkun ríkisumsvifa á undanförnum árum. Nú hefur Frjálshyggjan dregið upp andstæðu sína: gríðarlegan samdrátt og þjóðnýtingu á flestum sviðum, einkum skuldum eftir fjármálasukkið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.1.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Samfylkingarfélagið í Reykjavík sleit stjórninni. Eftir að hafa fengið stuðning frá Kópavogi og Hafnarfirði var komin ríflegur meirihluti félagsmanna á bakvið kröfuna um stjórnarslit og því var stjórn flokksins í raun aðeins gefinn einn kostur. Allt ruglið sem kom á efti er bara spuni. Eftir að ekki einn einstaklingur gat hugsað sér að verja stjórnarsamstarfið á fjölmennum félagsfundi í stærsta flokksfélaginu var stjórnarþátttöku sjálfhætt.

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það er bara þannig Stefán minn, að Samfylkingarfólk er ekki neitt öðruvísi en annað fólk hér í landinu. Samfylkingarfólk eins og aðrir finna fyrir klóm kreppunnar en í upphafi vonuðumst við til þess að okkar fólk í ríkisstjórninni myndi gera það sem gera þurfti til þess að þjóðin og íslenskt samfélag verði trúverðugt á ný. Það gerðist því miður ekki og ég get lesið það úr fréttum að þar hafi fyrst og fremst verið þrákelkni samstarfsflokksins um að kenna sem hreinlega neita að bera nokkra ábyrgð á kreppunni, hún er alþjóðleg!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.1.2009 kl. 22:16

4 identicon

Ég er 100% sammála. Og vel orðað.

EE (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:28

5 identicon

Þ.e. ég er sammála Stefáni.

EE (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband