Leita í fréttum mbl.is

Hlaup, umhverfismál, kreppa og ekki neitt

Þjóðin hefur kveðið upp dóm sinn! Dagana 6.-29. janúar sl. stóð yfir afdrifarík kosning á bloggsíðunni minni, þar sem þjóðinni gafst kostur á að segja skoðun sína á því um hvað ég ætti að blogga. Á kjörskrá voru 319.756. Atkvæði greiddu 100, eða 0,03%. Dæmi eru um meiri kjörsókn í kosningum hérlendis, en ég er þó afar sáttur við þátttökuna og þakklátur fyrir þann mikla meðbyr sem hún endurspeglar. Úrslitin birtast á eftirfarandi mynd:

Bloggkosning jan09

Það er sem sagt ljóst að flestir vilja að ég bloggi um hlaup, umhverfismál, kreppuna eða alls ekki neitt. Lífið og tilveran fylgja þar fast á eftir.

Ég mun reyna af fremsta megni að virða niðurstöður kosninganna í samræmi við lýðræðishefð á hverjum tíma. Þannig mun ég t.d. reyna að virða afstöðu þeirra sem vilja að ég bloggi um alls ekki neitt, t.d. með því að blogga um alls ekki neitt 15% af öllum dögum ársins.

Takk fyrir þáttökuna! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

Mig grunar nú að einhver hafi kosið oftar en einu sinni.  Hvað er til ráða t.d. ef maður vill að þú bloggir um fleiri en eitt efni? 

Fríða, 30.1.2009 kl. 12:32

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Svona af tilefninu, ætlaði ég að blokka um 4ja flokkinn, en þar sem mín áhugamál virðast ekki njóta hylli þinna lesenda Stefán.

...

Jónas Egilsson, 30.1.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband