6.2.2009 | 20:08
Ég vil enga STJÓRNMÁLASTÉTT
Mér finnst bara fínt að Sigmundur Ernir vilji komast á þing, og mér er alveg sama hvaða flokkur á í hlut. Hins vegar geðjast mér ekki að orðalagi fréttarinnar, þar sem segir að Sigmundur hafi gengið til liðs við stjórnmálastéttina. Í þessu orðalagi endurspeglast kannski kjarni þess vanda sem við eigum við að glíma, nefnilega þess að stjórnmál voru hætt að felast í umræðu almennings, en þess í stað orðin verkefni einhverrar sérstakrar stéttar.
Ég geri reyndar ráð fyrir að Sigmundur Ernir taki ekki undir það sjálfur að hann sé að ganga til liðs við einhverja stétt. Hann er einfaldlega einn af þessu fjölmarga fólki í landinu sem er ekki sama um allt. Sem betur fer! Nú er tími stjórnmálastéttarinnar liðinn. Við eigum öll að taka afstöðu! Við eigum öll að vera í stjórnmálum!
Ástand síðustu vikna og mánaða kemur hart niður á mörgum, en í ástandinu felast líka tækifæri. Stærsta tækifærið felst í vakningu fólksins. Allt í einu eru næstum allir farnir að tala um stjórnmál. Þannig á það einmitt að vera! Stjórnmál eiga ekki heima í neinni einni stétt!
Sigmundur Ernir í pólitíkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Veistu Stefán, þetta er alveg rétt hjá þér. Stjórnmál eiga ekki heima í neinni einni stétt. Ég las frábæran pistil á fésbók í gær þar sem eftirfarandi var m.a. að finna:
Hversu satt er þetta?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.2.2009 kl. 22:28
Þetta er bara algjörlega satt Ingibjörg! Þarna fórum við nefnilega út af sporinu, lögðumst í sófann og tókum ekki þátt. Mér fannst Páll Skúlason líka koma vel inn á þetta í viðtali við Evu Maríu fyrr í vetur, líklega á milli jóla og nýárs.
Stefán Gíslason, 6.2.2009 kl. 23:21
Sælir Stefán
Stöðugleiki á síðari hluta Rómarveldis var tryggður með velþjálfuðum hópi embættismanna, þegar keisarar komu og fóru og jafn slæmir eins ogmargir þeirra voru. Hér á landi hefur embættismannakerfinu að miklu leyti verið stýrt af öflugum stjórnmálamönnum, þar sem stjórnmálamenn eru tiltölulega öryggir um endurkjör og flokkakerfið nokkuð stöðugt.
Ef við minnkum áhrif stjórnmálamanna, t.d. með skipulagðri endurnýjum (term limits), þá erum við á sama tíma að minnka áhrif stjórnmálamanna, þeirra sem við kjósum og getur sagt upp, án þess stundum a.m.k. að þurfa að borga rándýra eftirlaunasamninga, en fáum í staðinn aukin áhrif embættismanna. Satt best að segja veit ég ekki hvort er betar.
Hætt er við að nýafstaðnar breytingar séu ekki eins miklar þegar til lengri tíma er litið eins og sumir vilja vera láta. Það er bara skipt um nöfn, en stjórnarhættir breytast ekkert svo mikið. Hverju skiptir það máli fyrir flesta hvort Breiðablik eða Valur vinni titilinn? Ósköpu lítið, en fyrir þá sem halda með öðru hvoru liðinu, skiptir það öllu!
Thomas Jefferson sagði að við þyrftum kerfisbreytingar (byltingu) með tíu ára millibili, til að kerfismenn (og konur) styrktust ekki um of í sessi. E.t.v. er það þetta sem við þurfum að skoða.
Jónas Egilsson, 7.2.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.