16.2.2009 | 10:20
Fyrirlestur um fjallvegahlaup
Ég var á Akureyri um helgina. Átti þrjú erindi þangað, hvert öðru skemmtilegra og gagnlegra. Eitt þeirra var að halda fyrirlestur um fjallvegahlaupin mín í boði hlaupahópsins Eyrarskokks. Þarna mætti dálítill hópur af áhugasömu og jákvæðu fólki - og úr varð virkilega skemmtileg stund að mér fannst, auk þess sem boðið var upp á prýðisgóða súpu. Í þessu spjalli kynnti ég m.a. lausleg áform mín um fjallvegahlaup á sumri komanda. Býst við að leggja aðaláherslu á Vestfirði þetta árið. Hef ekki tíma til að setja áætlunina inn hér og nú, en stefni að því að birta hana síðar í vikunni - þegar um hægist.
Eins og allir vita er ég búinn að skokka yfir 10 af þeim 50 fjallvegum sem ég ætla að spreyta mig á á næstu árum. Þessar hlaupnu slóðir má greina óljóst á myndinni hér að neðan, sem einmitt er tekinn úr fyrirlestri helgarinnar. (Já, vel á minnst, ég er auðvitað alveg til í að halda fleiri svona fjallvegahlaupafyrirlestra fyrir áhugasamt og jákvætt fólk).
Fjallvegaverkefni SG: Hlaupnir fjallvegir 2007 og 2008
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Stebbi
Eru margir sem mæti í þessi hlaup'
Jónas
Jónas Egilsson, 17.2.2009 kl. 09:35
Nei, blessaður vertu, þetta hafa verið svona 0-4, vinir og kunningjar aðallega. Hins vegar býst ég við fjölgun svona smátt og smátt...
Stefán Gíslason, 17.2.2009 kl. 11:51
Enn og aftur, takk fyrir frábæra skemmtun :)
Fríða, 18.2.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.