Leita í fréttum mbl.is

Tími fyrir blogg?

StundaglasÉg hef veriđ nćsta ósýnilegur í bloggheimum upp á síđkastiđ. Ástćđan er sú ađ ég hef átt annríkt í vinnuheimum, en ţađ eru jú ađrir heimar. Ţetta vekur upp vangaveltur um „tímaskort“. Vantar mig tíma, eđa hef ég yfirleitt nógan tíma?

Ég hef nógan tíma! Alla vega hef ég haft nógan tíma hingađ til, og býst frekar viđ ađ svo verđi enn um sinn. Ţegar ég fćddist átti ég ekkert nema tíma. Síđan ţá hef ég veriđ ađ skipta ţessum tíma út fyrir eitt og annađ annađ. Í ţeim viđskiptum hef ég kannski stundum veđsett svolitla sneiđ af tíma morgundagsins, en ţegar á heildina er litiđ hygg ég ađ tímastađa mín sé bara nokkuđ góđ, enda losnar nýr skammtur af tíma af bundnum reikningi á hverjum degi.

Ég rćđ sjálfur hvernig ég nota hinn úthlutađa tíma. Ákvarđanir mínar um ţađ eru hins vegar misskynsamlegar. Undanfarna daga hef ég valiđ ađ nota mikiđ af hinum úthlutađa tíma til vinnu. Nćstu daga er ég ađ hugsa um ađ búa til bloggfćrslur úr hluta af ţví sem bćtist ţá viđ. Umfjöllunarefnin bíđa í hrönnum, ólm ađ komast á bloggsíđuna, sjálfum mér til ánćgju og svölunar - hvađ sem öđrum finnst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárđarson

Skemmtileg hugleiđing Stefán. Já mađur bloggar sjálfum sér til ánćgju og ef til vill einhverjum öđrum. Síđasta setningin hjá ţér segir mér ađ ţér finnist tímanum vel variđ í ađ skrifa. Ég er sama sinnis. Tíminn hefur ţar ađ auki sinn gang hvađ sem mađur gerir eđa gerir ekki.

Kveđja

Finnur

Finnur Bárđarson, 20.2.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Hlakka til ađ lesa ţína speki. Hún er örugglega góđ í bland viđ annađ fróđlegt sem lesa má hér. Vona bara ađ ţú sért ekki ađ reikna okkur til örbyrgđar. Ţađ eru mógu margir í ţeirri deild. Annars ert ţú svo "umhverfisvćnn" ađ ţú ferđ ekki ađ skilja eftir örmagna sálir út um allt sem gera hinum enn erfiđara fyrir. Viđ ţurfum ÖLL ađ leggjast á árarnar og róa í átttil aukinns jöfnuđar, aukina lýđrćđis og aukinar hagsćldar fyrir ALLA. Ekki bara suma.

Nýtt lýđveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Finnur. Viđ erum svo heppin Íslendingar ađ kunna ađ skrifa og hafa ţessa frábćru samskiptaleiđ, internetiđ til ađ koma okkar sjónarmiđum og hugleiđingum á framfćri. Mér er nauđsynlegt ađ skrifa og hef gert mikiđ ađ ţví um dagana. Stundum hef ég skrifađ mig frá vandamálum og gömlum tilfinningum. Ţađ virkar mjög vel. En aftur ađ ţjóđmálunum. Ţetta er mitt helsta baráttumál ţessadagana.

Skorum á stjórnvöld ađ efna til stjórnlagaţings um endurskođun stjórnarskrár og kosningareglna. Burt međ gamaldags flokkaveldi.

Nýtt lýđveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk bćđi tvö! Gott ađ fá svona umsagnir. Ég get nokkurn veginn lofađ ţví ađ ég mun ekki reikna okkur til örbirgđar. Bjartsýni er kannski kjánaleg, en hún leysir ţó fleiri vandamál en svartsýnin. Og ég er náttúrulega löngu búinn ađ skrifa undir lýđveldisáskorunina.

Stefán Gíslason, 20.2.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Félagi Stefán, ég skil ekki hvernig ţú fórst ađ ţví ađ setja ţessa fćrslu inn í dag? Góđa helgi!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2009 kl. 18:26

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Sko, náttúrulega bara ţráđlaust ... eeeee ... hugskeyti.

Stefán Gíslason, 20.2.2009 kl. 20:20

7 Smámynd: Fríđa

Nú er laugardagsmorgun og tveir dagar, fullir af óráđstöfuđum tíma framundan :)  Kannski eitthvađ af honum verđi notađ í ađ lesa blogg?

Fríđa, 21.2.2009 kl. 09:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband