1.3.2009 | 15:43
Til hamingju Strandamenn!
Nú er rúmur klukkutími síðan allir Strandamennirnir voru komnir í mark í Vasagöngunni, en gangan hófst kl. 8 í morgun að staðartíma í Sälen. Eins og vænta mátti var Birkir í Tröllatungu þeirra fremstur, en árangurinn var annars sem hér segir, (svona rétt til að svala tölfræðiáhuga blogglesenda):
Birkir Stefánsson: 1876. sæti, 05:47:13 klst. (var á 6:53:30 í fyrra)!
Ragnar Bragason: 3448. sæti, 06:29:33 klst. (var ekki með í fyrra)
Rósmundur Númason: 6044. sæti, 07:34:11 klst. (var á 8:23:44 í fyrra)!
Alls voru keppendur í göngunni eitthvað um 15.000, þannig að Strandamennirnir voru allir framarlega í hópnum. Framfarirnar milli ára eru líka gríðarlegar, en líklega voru aðstæður heldur hagstæðari nú en í fyrra.
Ég er afar stoltur af þessum fyrrum sveitungum mínum og óska þeim til hamingju með af hafa lokið þessari þolraun með svo góðum árangri! Birkir og Ragnar fylgdu mér báðir yfir Gaflfellsheiðina sl. haust, þannig að ég veit nokkuð hvað í þeim býr. Þetta eru Strandamenn eins og Strandamenn eiga að vera - allir þrír!
Ragnar og Birkir við leitarmannakofann á Hvanneyrum syðst á Gaflfellsheiði sl. haust.
Strandamenn í Vasa-göngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
oooííhh! (þetta er svona upphrópun með aðdáun í rómnum) Ég tek sko undir með þér Stefán, til hamingju strákar :) Og takk fyrir síðast Birkir og Ragnar, ég geri ráð fyrir að þið sjáið þetta :)
Fríða, 1.3.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.