2.3.2009 | 22:54
Gott hjá Ástu
Mér finnst gott hjá Ástu skólasystur minni að biðjast afsökunar. Og mér finnst algjör óþarfi hjá bloggurum að vera að ólundast eitthvað út af því. Það er nefnilega stór munur á því að bera einhverja ábyrgð á því hvernig komið er - og biðjast afsökunar, og hinu að bera þessa sömu ábyrgð (og jafnvel meiri) og biðjast EKKI afsökunar. Allt of margir hafa valið síðari kostinn, eins og t.d. Geir H. Haarde, sem varð svona líka vandræðalega pirraður í dag út af því að einhver undirhópur Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins dirfðist að gefa í skyn að kannski þyrfti að gera eitthvað upp við fortíðina. Ekki veit ég hvar Geir hefur eiginlega verið síðustu mánuði og ár. En mér finnst alla vega bara fínt að Ásta og undirhópur Endurreisnarnefndarinnar hafi verið einhvers staðar annars staðar. Ásta er maður að meiri fyrir bragðið.
Baðst afsökunar á mistökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Sæll félagi Stefán. Það er rétt hjá þér að fyrsta skrefið er að biðjast afsökunar. Ásta Möller hefur á undangengnum árum farið mikinn í einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Ráðstöfun sem mæltist vægast sagt illa fyrir víða, en tókst þó ágætlega á mörgum stöðum. Ég efast ekki um að Ásta meinar vel með afsökunarbeiðninni og hún er sannarlega maður að meiri á eftir.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.3.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.