Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir!

Ég tel hugmyndina um stjórnlagaþing vera eina af þeim bestu sem skotið hefur upp í ölduróti síðustu vikna og mánaða. Ekki einasta er stjórnarskráin gömul og úrelt, heldur er einmitt þessi aðferð til að endurskoða hana líkleg til að vekja með þjóðinni von um nýja tíma. Alla vega eflir hugmyndin um stjórnlagaþing mig í þeirri trú að við ætlum að ösla yfir fljótið, yfir að fljótsbakka framtíðarinnar, í stað þess að láta þá sem hrintu okkur út í drösla okkur aftur upp á sama gamla fljótsbakkann, til þess eins að allt geti orðið sem fyrr, þar sem hver hugsaði um „stundarhaginn, nokkra aura í svipinn“, en lét sér standa á sama hvort gerður var „stórskaði öldum og óbornum“, svo ég vitni enn og aftur í orð Þorvaldar Thoroddsen frá 1894.
mbl.is Stjórnlagaþing kosið í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hugmyndin er góð. En ég hef nokkrar áhyggjur af löndum mínum sem stökkva með látum á hugmyndir... djöflast i þeim í nokkurn tíma og svo deyr málið.. Hræddur um að stjórnlagaþing gæti orðið svona möppuþing þar sem menn komst að ýmsum niðurstöðum sem fari þaðan á þjóðskalasafnið... vona að svo fari þó ekki

Jón Ingi Cæsarsson, 6.3.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Ég held að það sé alveg rétt hjá þér að þetta geti orðið möppuþing. En við megum ekki láta óttan við það slæva vonina. Okkar verður svo að veita aðhald. 

Stefán Gíslason, 6.3.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef mikla trú á að Stjórnlagaþingið skili okkur virkara lýðræði og hvað viljum við frekar gera fyrir þjóðina til framtíðar. Hef einbeitt mér að því að vekja athygli á þessu máli.

Ég er ekki að gera þær kröfur til sjálfrar mín að ætlast til þess að ég sé með hagfræði- lögfræði eða aðra sérþekking og hef því haldið mig frá lausnum á bankahruni og því um líku.

Þarna veit ég um hvað er að ræða, æpandi þörf á nýjum grunnreglum fyrir samfélagið og er glöð með að hafa getað lagt þar aðeins að mörkum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband