Leita í fréttum mbl.is

Draumur um málþóf

Á Eldeynni komst ég á ælendaskrá
og á einhverjum fundum á mælendaskrá.
En ef ég kem því í kring
að ég komist á þing,
þá verð ég sko efstur á vælendaskrá.


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort einhver geti bent mér á bloggara sem er Sjálfstæðismaður, sem hefur einhvern tíman verið ósammála flokkslínunni í einhverju máli? Ég er að velta þessu upp vegna þess að þó ég styðji Samfylkinguna, þá er ég ekkert alltaf sammála öllu sem þar er gert og hika ekki við að gagnrýna það ef svo ber undir, en þessir bloggarar sem eru Sjálfstæðismenn, eru ALLTAF sammála FLOKKNUM. Er ekki einn einasti Sjálfstæðismaður sammála því að það væri nú gott að geta haft eitthvað með málin að segja og þess vegna sé það réttlætanlegt að breyta stjórnarskrá til að bæta lýðræðið. En nei, þeir eru ALLIR sammála FLOKKNUM og FORYSTUNNI.

Valsól (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Valsól, segðu mér. Þegar Jóhanna talaði í sólahring með einu stoppi, var hún þá ekki með aðför að lýðræðinu í landinu svona svo maður noti rök og orðbragð þeirra sem hneykslast á málþófi sjálfstæðismanna í dag.

eða eru bara sumir jafnari en aðrir?

Fannar frá Rifi, 4.4.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessu málþófi linnir eins og öllum hinum, verið þið vissir strákar mínir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.4.2009 kl. 11:56

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Á blogginu ég má vart mæla
þá menn eru farnir að væla
um vesaldarlíf
og niðurrifs skríl
Afsakið ... ég þarf að æla. 

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.4.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband