Leita í fréttum mbl.is

Enginn "undo-hnappur" í pólitík

UndoxÆ, þetta er allt saman hálfvandræðalegt! Ég fatta samt ekki af hverju Sjálfstæðismenn eru að gera svona mikið mál úr þessu. Það var ekkert lögbrot að taka við þessum peningum á þessum tíma (desember 2006) - og svona gerðust bara kaupin á eyrinni.

Auðvitað er afleitt ef þessir peningar hafa átt að liðka til fyrir einhverri tiltekinni afgreiðslu - og enn verra ef þeir hafa gert það. Svoleiðis er náttúrulega kallað mútur. En þetta mátti nú samt. Slíkt var ruglið á þessum tíma!

Ég skil alls ekki tilganginn í að leita að þeim sem báðu um þessa peninga eða höfðu milligöngu um að útvega þá, sérstaklega ekki ef þeir voru ekki kjörnir fulltrúar. Þetta hafa þá líklega bara verið einhverjir hjálparkokkar sem voru bara að reyna að gera sitt besta. Ef þeir voru ekki í innsta hring hlýtur einhver úr þeim hring að hafa leitað liðsinnis þeirra. Það að gera þessa menn að einhverjum blórabögglum í málinu heitir náttúrulega bara að skjóta sendiboðann!

Væri ekki miklu nær að segja blákalt og hreinskilnislega: "Svona vorum við vön að vinna 2006, en við erum hætt því núna"? Kjósendur ráða svo bara hvort þeir trúa því og hvort þeir fyrirgefi. Þeir geta gefið það til kynna 25. apríl nk.

Vitlausast af öllu finnst mér að ætla svo að skila þessum peningum! Staðreyndinni verður ekki breytt, nefnilega þeirri staðreynd að flokkurinn þáði þetta á sínum tíma. Hafi þessir peningar haft einhver áhrif á einhverja ákvarðanatöku, þá er skaðinn skeður. Og hafi þeir skaðað ímynd flokksins, þá er sá skaði líka skeður. Það er nefnilega ekki til neinn "undo-hnappur" í pólitík!


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þú vilt semsagt skauta létt fram hjá þessum skandal og siðleysi, það segir margt um þinn hugsanagang. Hvað með það að gengið var algjörlega fram hjá Andra framkvæmdastjóra flokksins, ekki eru það eðlileg vinnubrögð, og hvað um það að Kjartan Gunnarsson laug að fjölmiðlum samkv. því sem Haukur Leósson endurskoðandi segir í dag ? Nei auðvitað þarf að komast til botns í þessu máli þó vissulega sé rétt hjá þér að skaðinn er skeður.

Skarfurinn, 11.4.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég er þess fullviss að Bjarni kemst til botns í þessu og tryggir betri vinnubrögð í framtíðinni. Framtíðin er það sem skiptir máli úr því sem komið er.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Rétt hjá þér Stefán, það er enginn undo hnappur.

Það verða kjósendur, eins og þú réttilega bendir á, að hafa í huga þegar þeir ganga til kosninganna 25. apríl. Finnst þeim í lagi að þetta hafi verið svona, löglegt en heldur siðlaust. Svo má ekki gleyma því að ef þetta viðgekkst 2006, hvað var þá gert 2005, 2004, 2003 og löngu fyrir þann tíma?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.4.2009 kl. 19:37

4 Smámynd: Ingólfur

Það er mikill misskilningur að mútur hafi verið leyfilegar árið 2006 þó svo að ekkert hámark hafi verið á framlögum til stjórnmálaflokka.

Mútur eru ólöglegar og það þyngri refsing er við því ef stjórnmálamenn (opinberir starfsmenn) gerast sekir um að taka við mútum.

Þó svo að ekki sé sannað að þetta hafi verið mútur að þá er það eitt stóralvarlegt mál að það sé rökstuddur grunur um mútugreiðslur til stjórnmálaflokks sem leiddi ríkisstjórn.

Það að Forsætisráðherra skuli hafa tekið við tugum milljóna frá fyrirtæki um leið og ákveðið var að útiloka sveitafélög frá útboði um hlut ríkissins í HS, vitandi að fyrirtækið hafði sérstakan áhuga á þeim hlut, er í besta falli alveg ótrúlega heimskulegt en hugsanlega alvarlegur glæpur sem við liggur fangelsisdómur.

Ingólfur, 11.4.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Jón Sigurðsson

Það er ekki rétt að Sjálfstæðismenn þiggi fé af FL grúpp. Í því liggur siðleysið. Það talar enginn um hvað samfylking og FORSETINN hafa þegið af þessum sömu herrum. Þar ættu menn kynna sér siðina.

Jón Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 23:43

6 identicon

Hvernig væri að Samfylkingin og Framsókn og jafnvel Vinstri Grænir gerðu hreint fyrir sínum dyrum. 

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 02:19

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er best að ræða þessi mál út frá staðreyndum sem liggja fyrir. Annað eru getgátur. Nú hafa allir flokkar birt tölur og lista yfir gjafmildustu fyrirtækin.

Það er vitað að menn á vegum Sjálfstæðisflokksins fóru á stúfana innan fyrirtækja sem þeir höfðu aðstöðu og völd. Þeir komu miklum fjármunum í hirslur flokksins þremur dögum áður en það varð ólöglegt.

Þremur vikum fyrr sagði formaður sama flokks á þingi:„Við teljumnauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verðitilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.“

Það blasir við að Geir var ekki að segja sína hjartans meiningu á þingi. Þremur vikum seinna tók hann við milljóna tugum!

Siðlaust en löglegt 2006. Siðlaust og ólöglegt 1. jan. 2007.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.4.2009 kl. 09:15

8 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Já ég er sammála þér Stefán.  ÉG meina... Sjálfstæðismenn voru einfaldlega lang duglegastir í fjáröflun og hafa alltaf verið.  Fyrirtækin í landinu hafa alltaf styrkt sjálfstæðisflokkinn þar sem hann hefur alltaf tryggt að starfsumhverfi fyrirtækja sem best.  Þ.e. ef þú ert í atvinnurekstri þá styður þú sjálfstæðisflokkinn.   Ungir og öflugir starfsmenn flokksins voru einfaldlega að vinna mikla fjáröflunarvinnu fyrir flokkinn.

Nú 2009, þegar allt er logandi í tortryggni, heift og samsæriskenningum þá er þetta allt í einu eitthvað voðalegt mál.   Það voru síðan Sjálfstæðismenn sem breyttu reglunum, munið það.

Það sem mér finnst allveg með hreinum ólíkindum er einbeitt, kerfisbundin pólísk árás Stöðvar 2 á Sjálfstæðisflokkin síðustu mánuði.  Það ætti að fjalla frekar um það.   Ég meina.....hver er tilgangur spurningar í beinni útsendingu í gær til Bjarna Ben, önnur en að sá tortryggnis fræjum í kjósendur, um hvort að það væri eitthvað til í þeim sögusögnum (sem enginn hafði heyrt um nb!) að hann hafi þegið far með einkaþotu Hannesar Smára sonar á NBA leik í USA árið 2006!!.   Unbelievable!

Helgi Már Bjarnason, 12.4.2009 kl. 10:54

9 identicon

Jón Sigurðsson:

Það talar enginn um hvað samfylking og FORSETINN hafa þegið af þessum sömu herrum. Þar ættu menn kynna sér siðina.

Ertu búinn að kynna þér það?  Eða ertu bara að fara með dylgjur sem þér persónulega finnst sennilegt að sé satt án þess að hafa nokkuð annað fyrir þér? 

Mér finnst merkilegt hvað margir spretta fram og segja: "Af hverju er ekki verið að tala um X?" i.e. " Af hverju er ekki verið að tala um eitthvað annað en það sem umræðan snýst um?"

Einar Þór (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband