19.4.2009 | 11:57
Út að hlaupa - út í vorið
Mér finnst vorið vera besti hlaupatíminn. Þá er allt á uppleið í náttúrunni og því fylgir svolítill stórhugur í huga hlauparans. Nú fer maður ekki lengur út að hlaupa af vana eða reglusemi, heldur vegna þess að mann langar til að vera úti, rétta úr sér, svitna, anda að sér fersku lofti og finna enn betur en endranær að maður er hluti af náttúrunni, en ekki bara einhver stofnun utan hennar.
Í bloggfærslu 15. mars sl. skrifaði ég eitthvað um hlaupaáform sumarsins. Þá gældi ég m.a. við þá hugmynd að taka þátt í Vormaraþoni Félags maraþonhlaupara, sem haldið verður á degi umhverfisins 25. apríl nk. Nú er hins vegar ljóst að ég verð ekki þar. Ég neyddist nefnilega til að slaka aðeins á hlaupunum síðari hluta marsmánaðar vegna mikils annríkis við vinnu. Ég hafði reyndar nógan tíma til að hlaupa, en kaus að nota hann frekar í annað, t.d. til að sofa. Þegar maður hefur kosið sér að vinna næstum tvöfalda vinnuviku, þá verður eitthvað annað að láta undan, sem er auðvitað bara fínt. Ég valdi mér þetta jú allt sjálfur!
Að fjallvegahlaupunum slepptum, þá er helsta hlaupaverkefni sumarsins maraþonhlaupið sem haldið verður á Akureyri 11. júlí nk. í tengslum við Landsmót UMFÍ. Ég átti mér þann draum að taka svo sem eitt upphitunarmaraþon áður, og fyrst að Vormaraþonið er úr sögunni berast böndin að Mývatnsmaraþoninu 30. maí. Sjáum til með það.
Hvaða máli skiptir það annars að ég hafi látið vinnuna ganga fyrir hlaupunum síðari hluta marsmánaðar? Jú, ég nenni ekkert að hlaupa Maraþonhlaup nema vera sæmilega undirbúinn. Það er nefnilega ekkert gaman að þessu nema manni líði skikkanlega langleiðina. Í vetur hef ég að mestu haldið mig við að hlaupa þrisvar í viku, 40 km samtals. Það dugar mér alveg til að halda líkama og sál í þokkalegu standi, en það dugar mér ekki sem undirbúningur fyrir maraþon. Þá þarf nokkrar vikur með fleiri æfingum og meiri heildarvegalengd. Það var ekki fyrr en í nýliðinni vorviku að ég komst aðeins upp úr vetrarfarinu; náði fjórum hlaupum og samtals 57 km. Þar með varð þetta lengsta hlaupavikan síðan í september. Aprílmánuður stefnir líka í að verða lengsti aprílmánuður ævisögunnar, kominn í 143 km og stefnir vonandi í 200.
Vorið er tíminn!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Flestir mæla mánuðinn út frá tímalengd, en það má að sjálfsögðu líka nota metrakerfið til þess arna.
Mín mæling er hversu mörg fræ náðu að spíra, aprílmánuður er þessvegna 2000 sumarblóma mánuður sem er nýtt met hjá mér.
Rögnvaldur Þór Óskarsson, 19.4.2009 kl. 20:32
Já, komdu með okkur í Mývatnsmaraþonið. Með vettlinga :) Ég hugsa nú að ég horfi bara á þegar þið farið maraþonið hér á Akureyri. Kannski ég rétti ykkur eitthvað að drekka eða eitthvað þannig?
Fríða, 19.4.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.