Leita í fréttum mbl.is

Engar töfralausnir til

Kínalífs Ísafold 1.6.1901 35.140„Við sérhverri flókinni spurningu er til eitt einfalt svar. En það er örugglega vitlaust“. Ekki man ég lengur hver mælti svo, en oft dettur mér þessi setning í hug. Mér finnst nefnilega ótrúlega magnað að sjá hvernig mannfólkið getur aftur og aftur gleypt við sömu hugmyndinni um skjóta lausn á einhverjum vanda. Nú hlæja menn auðvitað að oftrú manna á kínalífselexírnum sem kom á markað fyrir rúmri öld og átti að lækna alla kvilla, en tilfellið er að elexírinn hefur birst margoft síðan í mismunandi formum - og birtist enn. Núna heitir hann t.d. Immiflex, en meðal margra annarra nafna má nefna Kákasusgeril og Herbalife, eða jafnvel Fitubrennslunámskeið.

Ekki svo að skilja, að ég sé neitt sérstaklega mikið á móti Kínalífselexír í hinum fjölbreyttustu birtingarformum. Hann getur alveg verið hluti af einhverri lausn, hvað sem hann annars heitir þá stundina. Það er bara þessi oftrú á einfaldar skyndilausnir, sem fær mig stundum til að verða hugsi yfir skynsemi mannskepnunnar.

Reynslan ætti að vera búin að kenna okkur, að það eru ekki til neinar töfralausnir, hvorki í heilsufarslegu tillti né í umhverfismálum. Og það sama gildir meira að segja um pólitíkina! Í öllu þessu gildir það sama, að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Það þýðir ekki að slíta einn þátt úr samhengi, kippa einum þræði úr vef lífsins, heldur verður maður að reyna að sjá hlutina í samhengi og skoða allan vefinn ef árangur á að nást. Það er flókið, en lífið er bara flókið. Það tekur tíma, en lífið tekur líka tíma. Vissulega væri hitt auðveldara, að geta bara tekið töflu eða ýtt á hnapp, og þar með væri vandinn leystur - og síðan gæti maður haldið áfram að gera ekki neitt í sínum málum.

Það eru ekki til neinar töfralausnir. Við neyðumst til að skoða stóra samhengið ef við eigum að komast eitthvað áleiðis!

(Úrklippan með þessari færslu er úr Ísafold 1. júní 1901, 35. tbl., bls. 140).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mikið væri gott að við myndum skilja þetta einhver tíma. Það er greinilega að "við reddum þessu" lifir góðu lífi.

Finnur Bárðarson, 23.4.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

kaldur hafragrautur á morgnana og heitur á kvöldin leysir öll vandamál! var það ekki annars?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.4.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Jú, svoleiðis grautar eru allsherjartöfralausn gegn öllum vanda.

Stefán Gíslason, 23.4.2009 kl. 20:48

4 Smámynd: Fríða

Það er eins og mannskepnan eigi erfitt með að skilja svona víð hugtök eins og "hollt líferni".  Nei, það er auðveldara að einblína á eitthvað afmarkað.  Eins og t.d. ef maður fær að vita að tómatar innihaldi efni sem hefur góð áhrif á eitthvað ákveðið og afmarkað.  Þá finnst okkur ástæða til að borða tómata.  Og finnst við mjög holl.  Að ég tali nú ekki um ef einhver hefur einangrað þetta holla efni og við getum gleypt það í pilluformi.  Þá gerir ekkert til þótt við þurfum að borga margfalt verð tómatanna fyrir þessar pillur, ef okkur finnst við lifa ennþá hollara líferni fyrir vikið og samviskan verður alveg tandurhrein.  Því við sjáum nú aldeilis ekki eftir þeim pening sem fer í að kaupa hreina samvisku. 

Það bara getur ekki verið að eitthvað ódýrt færi langlífi og góða heilsu.  Við erum alveg að misskilja þetta með hlaupin, auðvitað eigum við að borga 5000 á viku minnst í ræktina til að þetta virki.  Já, og kaupa "fæðubótarefni" í stað þess að halda að venjulegur matur virki.  Ég meina, til hvers er verið að búa þetta til ef maður þarf þess ekki?

Fríða, 24.4.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband