9.5.2009 | 16:18
Svínaskarð eftir 12 daga
Nú styttist í fyrsta fjallvegahlaup sumarsins. Á uppstigningardag, fimmtudaginn 21. maí nk., ætla ég sem sagt að hlaupa í góðum félagsskap yfir Svínaskarð frá Esjumelum, upp með Leirvogsá að norðanverðu, og svo til norðurs milli Móskarðshnúka og Skálafells, en þar er sem sagt sjálft skarðið. Í lokin liggur leiðin niður í Svínadal og niður á veginn inn Kjósina, með endapunktinn skammt frá Vindáshlíð. Að öllu forfallalausu verður lagt í hann af Esjumelum umræddan dag kl. 14.00. Eftir því sem ég kemst næst eru þetta um 18 km, og hækkunin er svo sem 400 m.
Aðalleiðin frá Reykjavík vestur og norðurum lá um Svínaskarð, allt þar til bílvegur var lagður með ströndinni vestan við Esjuna um 1930. Enn er jeppafær slóði um skarðið, sæmilega greiðfær syðst, en býsna grófur og brattur þegar halla fer niður í Kjósina að norðanverðu. Geri ráð fyrir að enn séu nokkrar fannir í skarðinu. Þigg með þökkum hvers konar fróðleik um málið frá þeim sem til þekkja.
Örlítið meiri upplýsingar um leiðina er að finna á www.fjallvegahlaup.is.
Á þessari stundu veit ég um þrjá sem hafa fullan hug á að slást í för með mér á þessari skemmtiför um Svínaskarð. Öllum er velkomið að bætast í hópinn - á eigin ábyrgð. Gaman væri samt að vita af væntanlegum ferðafélögum fyrirfram. Þeir sem hafa áhuga á málinu geta t.d. sent mér tölvupóst á netfangið stefan[hja]environice.is.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.