12.5.2009 | 14:28
Rokið í rjúpnatalningu
Í morgun fór ég í árlegan rjúpnatalningarleiðangur vestur á Skógarströnd við þriðja mann. Sá enga rjúpu, en hins vegar sáu sjónarvottar tvær rjúpur fljúga yfir hausinn á mér á meðan ég var að brjótast um í birkikjarrinu sem vex þarna eins og óður arfi. Ekki bætti úr skák að í morgun var mjög hvasst á þessu svæði, en sem betur fer var úrhellisrigning næturinnar liðin hjá þegar talning hófst.
Þessi rjúpnatalning er mikilvægur hluti af hávísindalegri langtímarannsókn á vegum Náttúrufræðistofnunar. Ég er síður en svo nokkur frumkvöðull í þessum talningamálum, heldur fæ ég bara að fljóta með frændum mínum, þeim Sigurkarli og Sigurkarli. Við göngum alltaf sömu leið á sama svæði á hverju vori. Ég er ágætur í að ganga, en hins vegar tek ég yfirleitt ekki eftir neinu, því að ég lít á það sem skyldu mína að gera ferðina upp í bundnu máli þegar við komum í hús, og það þýðir auðvitað ekkert að reyna að yrkja og glápa á einhverja fugla samtímis.
Málið snýst sem sagt um tvennt. Í fyrsta lagi:
Í rokinu ráfa' eftir handriti.
Ég er rjúpnatalningarbanditi.
Í þröngskornu fleeci
ég þvælist í hrísi
og þekkist á rispum í andliti.
Og í annan stað:
Þetta eru nú allar rjúpurnar sem ég sá í morgun.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Búa sig undir rangar fullyrðingar
- Sprengjuhótanirnar virðast koma frá Rússlandi
- Beint: Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu
- Hafa lengri tíma til að kjósa vegna tæknivandamála
- Hvenær vitum við úrslitin?
- Framlengja opnun vegna galla í kosningavélum
- Norsk losun ekki minni síðan 1990
- Ég held að okkur takist þetta
Athugasemdir
Að ganga um landið er gaman
það gera má einn eða saman.
Þó er fúlt ef að rokið
gerir fólkið svo hokið
að það rispast allt ferlega í framan.
Dofri Hermannsson, 13.5.2009 kl. 09:52
Góður, frændi!
Stefán Gíslason, 13.5.2009 kl. 10:28
Góðir!
Úrsúla Jünemann, 13.5.2009 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.