Leita í fréttum mbl.is

Rokið í rjúpnatalningu

Í morgun fór ég í árlegan rjúpnatalningarleiðangur vestur á Skógarströnd við þriðja mann. Sá enga rjúpu, en hins vegar sáu sjónarvottar tvær rjúpur fljúga yfir hausinn á mér á meðan ég var að brjótast um í birkikjarrinu sem vex þarna eins og óður arfi. Ekki bætti úr skák að í morgun var mjög hvasst á þessu svæði, en sem betur fer var úrhellisrigning næturinnar liðin hjá þegar talning hófst.

Þessi rjúpnatalning er mikilvægur hluti af hávísindalegri langtímarannsókn á vegum Náttúrufræðistofnunar. Ég er síður en svo nokkur frumkvöðull í þessum talningamálum, heldur fæ ég bara að fljóta með frændum mínum, þeim Sigurkarli og Sigurkarli. Við göngum alltaf sömu leið á sama svæði á hverju vori. Ég er ágætur í að ganga, en hins vegar tek ég yfirleitt ekki eftir neinu, því að ég lít á það sem skyldu mína að gera ferðina upp í bundnu máli þegar við komum í hús, og það þýðir auðvitað ekkert að reyna að yrkja og glápa á einhverja fugla samtímis.

Málið snýst sem sagt um tvennt. Í fyrsta lagi:

Í rokinu ráfa' eftir handriti.
Ég er rjúpnatalningarbanditi.
Í þröngskornu fleeci
ég þvælist í hrísi
og þekkist á rispum í andliti.

Og í annan stað:

Rjúp09 024web
Þetta eru nú allar rjúpurnar sem ég sá í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Að ganga um landið er gaman
það gera má einn eða saman.
Þó er fúlt ef að rokið
gerir fólkið svo hokið
að það rispast allt ferlega í framan.

Dofri Hermannsson, 13.5.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Góður, frændi!

Stefán Gíslason, 13.5.2009 kl. 10:28

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Góðir!

Úrsúla Jünemann, 13.5.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband