Leita í fréttum mbl.is

Er erfitt að hlaupa móti vindi?

Í dag hljóp ég nokkra kílómetra móti vindi. Til að vera nú alveg heiðarlegur er rétt að taka fram að þar sem ég hljóp að heiman og aftur heim, eins og ég er vanur að gera, þá hljóp ég náttúrulega álíka langt undan vindi líka. Þessi athyglisverða en þó mjög hversdagslega lífsreynsla, vekur upp þá spurningu hvort það sé erfiðara að hlaupa móti vindi, heldur en að hlaupa án mótvinds. Svarið fer hér á eftir:

Það er ekkert erfiðara að hlaupa móti vindi. Það er bara seinlegra. Á sama hátt er ekkert erfiðara að hlaupa upp brekkur en á jafnsléttu. Það er bara seinlegra. Og allt er þetta spurning um hugarástand!
Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

Og ég sem hef alltaf haldið að það væri erfiðara fyrir langt og mjótt fólk að hlaupa á móti vindi en fyrir stutt og feitt fólk.  Nú þarf ég að endurskoða það.  Ja... allavega getur stutt fólk hlaupið í skjóli af löngu fólki, sem er ekki eins auðvelt fyrir langt fólk, því það stendur upp fyrir skjólið af stutta fólkinu.  Samanber umræðurnar á leiðinni upp á Gaflfellsheiðina sællar minningar :)

Fríða, 14.5.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Bara fara út að hlaupa í þá átt sem liggur með vindi. Svo þegar þú nennir ekki meir er bara að taka strætó heim og láta hann vinna móti vindinum.

Ólafur Þórðarson, 14.5.2009 kl. 04:58

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Laukrétt hjá Stefáni. Algjörlega sammála. Mig grunar að margir veigri sér við því að hlaupa og skokka þegar gustar. Þótt ánægjulegra sé að líða áfram í logni gerir það manni gott að skokka meðan hægt er að standa sæmilega í fæturna!

Ágúst Ásgeirsson, 14.5.2009 kl. 07:38

4 identicon

Þetta er rétt hjá þér Stefán minn. Það jafn erfitt og við ætlum okkur. Hvort sem er uppí mót eða niður :)) Það að hafa sig af stað er alltaf erfiðast . Dáist alltaf af dugnaðinum í þér. Kærar kveðjur til fjölskyldunnar

Vilborg (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:12

5 identicon

Var að enda við að hlaupa

Á móti vindi að heiman en með vindinn í bakið á heimleiðinni.

Og rétt eins og þú sagðir þá er þetta bara spurning um viðhorf og hugarástand.

Smá ögrun og áreynsla er bara skemmtileg og frískandi og gefur nýja sýn á hversdaglega hluti. Ég lét mig hafa það að hlaupa í éli og rigningu í vetur enda  yrði maður veiklulegt sófadýr ef maður ætlaði að láta íslenskt veðurfar stjórna því hvenær maður helypur eða ekki

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 16:26

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég myndi ekki þora að hlaupa að heiman undan vindi.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 14.5.2009 kl. 16:43

7 identicon

Er ekki rétt skilið að meiningin hjá þér gæti verið eitthvað á þessa leið:

Þeir sem brekkur ganga greitt

gjarnan skilja,

að erfiðara' er ekki neitt

en þeir vilja.

Halli Gísla (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:10

8 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir allar þessar jákvæðu athugasemdir. Ég viðurkenni reyndar að ég fer ekki út að hlaupa í hvaða veðri sem er, enda er það ekki lengur skemmtilegt ef maður ræður sér ekki í vindinum. Maður þarf sem sagt að geta staðið sæmilega í fæturna, eins og Ágúst segir. Og Halli, jú, þetta var nákvæmlega það sem ég átti við.

Stefán Gíslason, 15.5.2009 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband