Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg bók á fjallatindum

FjallatindÁ dögunum kom út skemmtileg bók hjá Bókaútgáfunni Hólum. Þetta er bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson, en þar segir hann í máli og myndum frá því uppátæki sínu að ganga á hæstu fjöll í öllum sýslum landsins.

Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður efnt til göngu á Keili á morgun, eins og sjá má auglýst í Mogganum og víðar, þ.á.m. á heimasíðu Eymundson. Ég hvet allt áhugafólk um göngu, útivist, Ísland og góðan félagsskap til að skella sér í þá göngu.

Það hefur auðvitað engin áhrif á viðhorf mín til bókarinnar að þar eru bróðir minn og frændi á aðalaukahlutverkunum. Smile Þetta er bara skemmtileg bók með fínum myndum og léttri frásögn. Og svo hefur fólk líka bara gott af því að vera úti í náttúrunni. Bókin hvetur til þess, og þó ekki væri annað, þá er það nóg ástæða til að mæla með henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Hlýtur að vera skemmtileg bók enda Bjarni afar skemmtilegur maður. Ég vígði Meindl-skóna mína í ferð með honum árið 1996 og nota skóna enn ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.5.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband