18.5.2009 | 09:49
Að grennast í framhjáhlaupi
Margir stunda hlaup til að grennast, eða hafa a.m.k. í hyggju að gera slíkt. Ég geri ráð fyrir að markmiðið sé þá yfirleitt að ná af sér tilteknum kílóafjölda. Hlaupin virka vafalaust mjög vel sem grenningarmeðal, auk þess að hafa jákvæð áhrif á marga aðra heilsufarsþætti. Hins vegar grunar mig að til þess að ná varanlegum árangri í baráttunni við kílóin, sé farsælla að miða markmiðin við aðrar mælieiningar en kíló.
Ég held að fólk geti valið á milli tveggja valkosta þegar það byrjar að hlaupa til að grennast:
- Að setja sér markmið um fækkun kílóa
- Að setja sér markmið um árangur í hlaupum, mældan í metrum eða mínútum
Mig grunar að síðari valkosturinn sé notadrýgri, þ.e. að setja sér markmið um árangur í hlaupunum. Þetta getur verið markmið um að geta hlaupið að næsta ljósastaur, 3 km, 10 km, eða hvað sem er. Eins er hægt að setja sér markmið um að ljúka ákveðinni vegalengd á ákveðnum tíma. Þegar markmiðinu er náð, því að það gerist jú nánast í öllum tilvikum sé markmiðið á annað borð raunhæft, er svo sett nýtt markmið - um nýja vegalengd til að sigrast á, eða hvað það nú er.
Þessi aðferð, þ.e. að stefna smám saman að bættum árangri í hlaupunum í stað þess að einbeita sér að fækkun kílóa, er að mínu mati mun jákvæðari en fyrri valkosturinn, þar sem einblínt er á kílóin allan tímann. Hér er nefnilega stefnt að einhverju sem er jákvætt og skemmtilegt. Hitt, þ.e.a.s. þyngdartapið, fylgir svo nánast óhjákvæmilega sem jákvæð aukaverkun.
Munurinn á þessum tveimur valkostum liggur kannski ekki í augum uppi, en hann felst einfaldlega í sálrænu áhrifunum. Að einhverju leyti snýst þetta um það að ákveða að maður sé í sókn en ekki í vörn. Sú tilfinning að maður sé í sókn hlýtur að veita manni mun meiri ánægju en varnarbaráttan. Og ánægjan er lykillinn að því að maður nenni að halda þessu áfram. Það er endalaust hægt að setja sér ný markmið - og gleðjast yfir hverju þeirra sem náð er! Hitt kemur svo bara að sjálfu sér, ekki strax heldur smám saman.
Sem sagt: Ekki hlaupa til að grennast. Hlaupið til að finna framfarirnar og upplifa betri líðan. Hitt kemur þá af sjálfu sér. Munið bara að markmiðin þurfa að vera raunhæf. Og ef ökklarnir, hnén eða mjaðmirnar byrja að kvarta, þá er það mjög líklega vegna þess að þið hafið gert of mikið of fljótt.
Ég vil taka fram, að ég er ekki fagmaður á þessu sviði, heldur byggi ég þessi skrif á eigin hugmyndum og hlaupareynslu.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Þóttist vera bjarndýr til að svíkja út tryggingar
- Íslensk erfðagreining áfrýjar dómnum
- Ráðherra logandi hræddur við banana
- Yfir 1.000 jöklar bráðnað í landinu
- Heilbrigðisráðherra Trump með efasemdir um bólusetningar
- ESB sektar Meta um 117 milljarða
- Borgarstjóri Lundúna sakar Trump um rasisma
- Lögreglan með mikinn viðbúnað fyrir landsleik
- Repúblikanar fá meirihluta í fulltrúadeildinni
- Lést í sprengingu við hús Hæstaréttar
Athugasemdir
Komdu sæll Stefán!
Þetta er mjög góður pistill hjá þér, og ætla ég að fara með þetta í MEGRUNARHÓPINN minn.
Það er hugarfarsbreyting sem blífur.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 12:03
...svo er svo gaman þegar maður getur smám saman fjölgað ljósastaurafjöldanum sem hlaupið er framhjá. Kem alltaf í betra skapi heim þegar ég fer út að skokka.
Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2009 kl. 14:23
sko... upp að vissu marki er þetta rétt hjá þér, en það er líka til fólk sem þyngist við að hlaupa ef það passar ekki þeim mun betur upp á mataræðið. Ég get hæglega hlaupið 100 kílómetra á viku og samt þyngst. Matarlystin og svengdin eykst það mikið við hlaupin. Og ég er ekki ein um það þótt hinir séu eflaust fleiri sem léttast sjálfkrafa bara við að hreyfa sig svona mikið.
Og nú er ég farin út að hlaupa í stað þess að fá mér að borða. Meiri hlaup = minni tími til að borða :) Og já, meðan ég man, ég er yfir kjörþyngd þrátt fyrir þetta fantaform. Skv. BMI. Þannig að það er á hreinu að ef ég léttist þá næ ég meiri hraða á hlaupunum. Mínúta á kílómetra fyrir hver tíu kíló. Eða 10 mínútur á 10 kílómetrum segir mín reynsla mér. Einhverntíma var markmiðið að hlaupa maraþon og ég hélt að það myndi sjálfkrafa þýða að ég næði kjörþyngd. En nei, ég náði markmiðinu, ég get hlaupið maraþon já, en ég er ekki í kjörþyngd. Já, og þú þarft ekkert að segja mér að ég sé fín, ég veit það :)
Já, hvað var það nú aftur sem ég ætlaði að fara að gera... út að hlaupa já :) Sjáumst á hinndaginn, ég hlakka gífurlega til :)
Fríða, 18.5.2009 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.