Leita í fréttum mbl.is

Plast er ekki sama og plast

Fréttin um að Bisfenól-A berist í líkama þeirra sem drekka úr flöskum úr pólýkarbónatplasti er ein af mörgum sem minna á að neysluvörur nútímans og umbúðirnar utan um þær eru ekki allar hollar fyrir heilsu og umhverfi. Rétt er þó að benda á, að í þessu tiltekna tilviki snýst málið bara um flöskur úr pólýkarbónati, en t.d. ekki flöskur úr pólýetýleni, eins og flestar plastflöskur fyrir gosdrykki eru gerðar úr. Málið snýst sem sagt um þykku, sterku flöskurnar eins og þá sem íþróttamaðurinn á myndinni með fréttinni á mbl.is heldur á. Pólýkarbónatplast er auðkennt með tölustafnum 7 innan í þríhyrningi:

Polycarbonate

Almennt má gera ráð fyrir að hollara sé að drekka úr glerflöskum en plastflöskum, en hafa ber í huga að plast er ekki sama og plast. Annars mæli ég með að fólk æfi sig svolítið í dönsku með því að lesa þann fróðleik um Bisfenól-A á heimasíðu dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu, sem vísað var til í gær í „Orðum dagsins“ á heimasíðu Staðardagskrár 21 á Íslandi.

Takk mbl.is fyrir að sýna málinu áhuga!


mbl.is Plastefni mælist í þvagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einstaklega áhugavert já að sjá mbl vekja þessu áhuga, hinsvegar eru flestar flöskur sem innihalda drykki í dag úr Polyethelene Terephthalate (PET) en ekki polyethelene einu saman.

Polycarbonate er líka mjög hart plast og er notað t.d. í mótórhjólahjálma og mjög harða plast hluti,

en ekki mjúkar flöskur líkt og mbl.is sýnir í frétt sinni, þær flöskur eru yfirleitt úr Polypropeline (PP. Persónulega held ég að ég hafi aldrei drukkið úr Polycarbonate flösku svo ég viti af, nema þá úr pela.

Reynir Smári (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 10:04

2 identicon

Sá þetta blogg við frétt mbl. Fyrst verið er að minnast á plast finnst mér bagalegt, hve erfitt sé að vita í hvaða plast matvæli eru oft pökkuð.
Ég hef t.a.m. ekki komist að því, í hvaða plast gúrkurnar eru pakkaðar og hef þó hringt í sölufélag garðyrkjumanna.

Hákon (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband