Leita í fréttum mbl.is

Gunnlaugur vann!

Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari hljóp lengst allra í 48 tíma hlaupinu sem lauk á Borgundarhólmi fyrir tæpum tveimur tímum. Hann lagði að baki hvorki meira né minna en 334 km eða 11 km meira en næsti maður. Þetta er fyrsti sigur Íslendings í ofurmaraþoni erlendis - og hreinlega ótrúlegt íþróttaafrek. Með þessum árangri er Gunnlaugur kominn upp í 3. sæti á heimslistanum, skv. upplýsingum á www.hlaup.com. Fyrir okkur hin er þetta í senn mikil hvatning til dáða og áminning um að við getum flest það sem við ætlum okkur. Málið er bara að setja sér markmið og vinna markvisst að því. Þetta gildir ekki bara um ofurhlaup, heldur líka flest annað í lífinu.

Til hamingju Gunnlaugur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvernveginn hefur maður grun um að Mr. Gislason himself sé kannski ansi glúrinn langhlaupari sjálfur og viti því gjörla um hvað þetta snýst?

General Patton (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband