Leita í fréttum mbl.is

Athugasemdir við umsókn ORF Líftækni hf.

Í dag sendi ég frá mér allítarlegar athugasemdir til Umhverfisstofnunar við umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi í framhaldi af tilkynningu sem birtist á vef Umhverfisstofnunar 20. maí sl., sjá einnig síðustu bloggfærslu. Afrit af athugasemdunum voru einnig send til Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra og allra nefndarmanna í Umhverfisnefnd Alþingis.

Lesa má athugasemdirnar í heild sinni á vef UMÍS ehf. Environice.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Eftir að hafa fylgst með umræðunni undanfarna sólarhringa þá get ég vel tekið undir það, að málið er ófullburða og tækifæri þau, sem gefin hafa verið almenningi til að njóta leiðsagnar vísindanna, eru algerlega ófullnægjandi.

Þetta þolir að skaðlausu alveg nokkrar lotur til viðbótar.

Sigurbjörn Sveinsson, 27.5.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Takk fyrir það. Í gær var mér skammtað bankabygg á disk ásamt nautakjöti. Hvað er bankabygg og hvar er það ræktað o.s.frv.?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.5.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Umræðan um erfðabreytt matvæli hefur ekki fari hátt hérlendis. Fjölmiðlar ættu að taka þetta mál upp  og fjalla um kosti og galla. Fá umræðuna í gang. Stjórnvöld ættu síðan að taka ákvörðun í framhaldinu. Þangað til á að frysta þetta dæmi.

Sigurður Þorsteinsson, 28.5.2009 kl. 16:46

4 Smámynd: Morten Lange

Gott að sjá að þú hafir kynnt þér umræðuna, og séð nauðsýn þess að færa sér hægar í þessum efnum, Sigurbjörn.  Vekur vonir að sjá skynsemina hafa áhrif.

Morten Lange, 31.5.2009 kl. 16:02

5 identicon

Vek athygli á kynningarfundi á morgun sem Umhverfisstofnun stendur fyrir (reyndar á vinnutíma venjulegs fólks).

Mín gagnrýni á að samþykkja umsókn ORF beinist að því að leggja ræktarland undir þessa starfsemi, þegar ræktarland er af skornum skammti á Íslandi.

Bankabygg er ræktað hér á landi til manneldis nú og hefur boðist um allnokkurt skeið. Æ fleiri eru að læra að nota það í stað hrísgrjóna og má benda á uppskriftir Rúnars Marvinssonar í bókinni "Náttúran sér um sína", þar sem hann matreiðir það af hjartans lyst.

Það hefur verið kallað eftir umhverfisáhættumati vegna umsóknar ORF og þykir mér einsýnt að gefa ekki afslátt af því, heldur að láta náttúruna njóta vafans.

Svo má fólk vanda sig í umfjöllun um þetta mál, vera málefnalegt og færa rök fyrir máli sínu, en skort hefur nokkuð á það í fjölmiðlum undanfarið.

Lilja Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband