10.6.2009 | 00:05
Gagnlegur fundur um erfðabreyttar lífverur
Í dag var ég á öðrum kynningarfundi Umhverfisstofnunar vegna umsóknar ORF Líftækni hf. um leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi. Þetta var gagnlegur fundur, sérstaklega vegna þess hversu margir tóku þátt í honum. Fram að þessu hefur svo sem engin umræða farið fram hérlendis um erfðabreyttar lífverur, þrátt fyrir að almenningur í nágrannalöndunum hafi látið sig þróun þessara mála miklu skipta. En nú er þetta greinilega að breytast, góðu heilli. Þetta eru jú mál sem varða hagsmuni allra, ekki bara líffræðinga.
Í sjálfu sér kom ekki margt nýtt fram á fundinum í dag. Það sem mér fannst standa upp úr var eftirfarandi:
- Enn virðast margir tala um kynbætur og erfðabreytingar í sömu andránni, jafnvel þó að þar sé grundvallarmunur á. Það einkennilega er, að þeir sem helst virðast rugla þessu saman eru einmitt þeir sem mesta þekkingu hafa á þessu sviði. Þessi hugtakaruglingur er því greinilega ekki tilkominn vegna fáfræði.
- Enn virðist gæta einhverrar tilhneigingar í fræðasamfélaginu til að halda umræðunni um erfðabreyttar lífverur í þröngum hópi líffræðinga og gera aðra þá sem vilja leggja eitthvað til mála tortryggilega, þar sem þeir hafi ekki nægilega þekkingu. Þess vegna séu sjónarmið þeirra ekki fagleg.
- Mikillar tilhneigingar virðist gæta til að draga alla þá sem taka þátt í umræðu um erfðabreyttar lífverur í dilka eftir því hvort þeir eru með eða á móti, rétt eins og heimurinn sé allur í svart/hvítu.
- Sumir halda að til sé fólk sem er hlutlaust á allan hátt og hefur engra hagsmuna að gæta.
- Norska ráðgjafarnefndin um erfðabreyttar lífverur virðist beita Varúðarreglunni með mun eindregnari hætti en íslenska ráðgjafarnefndin, jafnvel þótt í norsku nefndinni sitji líka séfræðingar í erfðavísindum. Í norskri löggjöf um þessi mál er sett það skilyrði, að viðkomandi verkefni feli í sér jákvætt framlag til sjálfbærrar þróunar, (í lauslegri þýðingu minni).
- Ekki virðist ástæða til að óttast víxlfrjóvgun erfðabreytts byggs við melgresi.
- Það myndi reynast tryggingafélögum erfitt að ákveða fjárhæðir iðgjalda af ábyrgðartryggingum vegna ræktunar á erfðabreyttum lífverum.
Að öðru leyti ætla ég ekkert að orðlengja um þetta frekar. Vísa bara í athugasemdirnar sem ég sendi Umhverfisstofnun um daginn. Ég er nefnilega almennt þeirrar skoðunar að orð mín öðlist ekki aukið gildi þó að þau séu sögð oftar. Ég er líka almennt þeirrar skoðunar að það sama gildi um orð annarra.
En mig vantar samt svar við því hvers vegna tryggingafélög geti ekki boðið ræktendum erfðabreyttra lífvera ábyrgðartryggingar. Er ekki einhver til í að upplýsa mig um það?
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Athyglisvert. Ég komst því miður ekki á fundinn. Takk fyrir pistilinn.
Anna Karlsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.