12.6.2009 | 11:00
Stykkishólmsleiðin til San Fransiskó
Ég sé ekki betur en Stykkishólmsbær sé orðinn fyrirmynd San Fransiskóbæjar í úrgangsmálum. Alla vega er hreppsnefndin í San Fransiskó búin að ákveða að taka upp þriggja tunnu kerfi, sem er alveg eins og í Stykkishólmi, nema hvað tunnurnar eru ekki eins á litinn. Reyndar ætlar hreppsnefndin þarna lengst vesturfrá að ganga enn lengra en Hólmarar og sekta þá sem ekki flokka rétt. Markmiðið er að urðun úrgangs heyri sögunni til árið 2020, enda er úrgangur bara hráefni á villigötum.
Hægt er að fræðast meira um þetta allt saman í Orðum dagsins á heimasíðu Staðardagskrár 21 á Íslandi. Þar má líka finna fróðleik um margt annað, m.a. um það hvernig Norðmenn ætla að nota samgönguáætlun Stórþingsins til að stuðla að auknum hjólreiðum.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Var með Svíum í Lundi á dögunum. Þar voru tvær tunnur, hvor með fjórum hólfum. S.s. átta mismunandi hólf. Allt fór þetta flokkað í öskubílinn. Ekert mál sögðu íbúarnir.
Flott mál segi ég.
Sigurbjörn Sveinsson, 12.6.2009 kl. 11:27
Sennilega er hugmyndafræðingur að baki "Stykkishólmsleiðinni" einhver Stefán Gíslason - ekki rétt?
Síðan er San Francisco með 2 séum og einu essi og af því að það er farið í smáatriði, þá er San Francisco borg og sýsla í lagalegum skilningi.
Bestu kveðjur úr góða veðrinu á Suðurlandi.
Jónas Egilsson, 12.6.2009 kl. 11:59
Það er með ákveðnu stolti sem ég monta mig af því að Flóahreppur hefur þetta sama flokkunarkerfi.
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2009 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.