Leita í fréttum mbl.is

Stykkishólmsleiðin til San Fransiskó

07.06.30-07.07.02 015 160Ég sé ekki betur en Stykkishólmsbær sé orðinn fyrirmynd San Fransiskóbæjar í úrgangsmálum. Alla vega er hreppsnefndin í San Fransiskó búin að ákveða að taka upp þriggja tunnu kerfi, sem er alveg eins og í Stykkishólmi, nema hvað tunnurnar eru ekki eins á litinn. Reyndar ætlar hreppsnefndin þarna lengst vesturfrá að ganga enn lengra en Hólmarar og sekta þá sem ekki flokka rétt. Markmiðið er að urðun úrgangs heyri sögunni til árið 2020, enda er úrgangur bara hráefni á villigötum.

Hægt er að fræðast meira um þetta allt saman í „Orðum dagsins“ á heimasíðu Staðardagskrár 21 á Íslandi. Þar má líka finna fróðleik um margt annað, m.a. um það hvernig Norðmenn ætla að nota samgönguáætlun Stórþingsins til að stuðla að auknum hjólreiðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Var með Svíum í Lundi á dögunum. Þar voru tvær tunnur, hvor með fjórum hólfum. S.s. átta mismunandi hólf. Allt fór þetta flokkað í öskubílinn. Ekert mál sögðu íbúarnir.

Flott mál segi ég. 

Sigurbjörn Sveinsson, 12.6.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Sennilega er hugmyndafræðingur að baki "Stykkishólmsleiðinni" einhver Stefán Gíslason - ekki rétt?

Síðan er San Francisco með 2 séum og einu essi og af því að það er farið í smáatriði, þá er San Francisco borg og sýsla í lagalegum skilningi.

Bestu kveðjur úr góða veðrinu á Suðurlandi.

Jónas Egilsson, 12.6.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er með ákveðnu stolti sem ég monta mig af því að Flóahreppur hefur þetta sama flokkunarkerfi.

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2009 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband