Leita í fréttum mbl.is

Konur breyta heiminum

konurgetabreyttheiminum2Um leið og ég óska íslenskum konum til hamingju með daginn, langar mig að benda öllu áhugafólki um umhverfi og samfélag á bók Guðrúnar Bergmann, Konur geta breytt heiminum. Bókin hefur að geyma mörg góð ráð sem nýtast konum jafnt sem körlum í viðleitni þeirra við að gera lífið á jörðinni örlítið betra og búa um leið í haginn fyrir komandi kynslóðir. Og bókin er ekki bara gagnleg, heldur líka óvenjufalleg. Hönnun bókarinnar hefur sem sagt tekist einstaklega vel.

Bók Guðrúnar, sem kom út fyrr í vor, ætti að vera til á hverju heimili. Eflaust fæst bókin í öllum almennilegum bókabúðum, en svo er líka hægt að kaupa hana í vefverslun vefsíðunnar www.graennlifsstill.is.

Það er ekki nóg með að konur geti breytt heiminum, eins og titill bókarinnar minnir á, heldur munu þær líka gera það. Þeirra tími er sem sagt kominn. Reyndar held ég að hann hafi komið, ef svo má segja, upp úr nýliðnum aldamótum. Get fært ýmis rök fyrir því. Geri það kannski seinna. En ég hlakka alla vega til að fylgjast með þeim breytingum sem framundan eru!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband