6.7.2009 | 22:07
Styrkjum Grensásdeildina
Ef einhver málstaður er nógu góður til að maður leggi á sig að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar hans vegna, þá er hann örugglega nógu góður til að maður láti nokkrar krónur af hendi rakna. Ég hvet alla til að leggja Grensásdeildinni lið með því að leggja svolitla upphæð inn á reikning 0130-26-9981, kt: 660269-5929. Öll framlög koma í góðar þarfir við að bæta aðbúnað á deildinni.
Ég var svo heppinn að eiga þess kost að fylgja Gunnlaugi síðastu 10 kílómetrana (af 68) í dag, nánar tiltekið frá Kattarhryggsgili í Norðurárdal upp að brúnni yfir Norðurá í heiðarsporði Holtavörðuheiðar. Þetta ferðalag tók rúman klukkutíma og var á allan hátt hið skemmtilegasta. Ekki einasta lék veðrið við hvern sinn fingur, heldur er Gunnlaugur endalaus uppspretta af fróðleik, hvort sem talið berst að næringu ofurhlaupara, vandasömum viðfangsefnum í þjóðhagslegu samhengi eða einhverju allt öðru. Sömuleiðis var það einkar uppörvandi og gott fyrir sálina að sjá öll vingjarnlegu brosin og kveðjurnar sem bárust út um bílglugga þeirra sem áttu leið suður yfir Holtavörðuheiði seinni partinn í dag. Það er því full ástæða til að láta ekki peningaframlagið duga, heldur fylgjast líka með ferðum Gunnlaugs á vef Ungmennafélags Íslands og slást í för með honum einhvern hluta af einhverri dagleiðinni.
Myndin hér að neðan var tekin skammt ofan við Fornahvamm, nánar tiltekið við Búrfellsá (ef mér skjátlast ekki) kl. 16.49 í dag.
Gunnlaugur á Holtavörðuheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Frábært hjá honum Gunnlaugi. Hann setur það þannig upp að hann er þakklátur fyrir að tilheyra þeim hópi sem getur hlaupið. Og hann ætlar að leggja sig fram fyrir þau sem geta það ekki. Grensásdeildin vinnur ómetanlegt starf.
Úrsúla Jünemann, 7.7.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.