Leita í fréttum mbl.is

Gaman að fylgjast með Gunnlaugi

Gunnlaugi Júlíussyni miðar vel á leið sinni til Akureyrar, en þangað lagði hann af stað hlaupandi frá Reykjavík sl. sunnudag. Í þessum skrifuðu orðum er hann staddur í Vesturhópinu, nýkominn yfir Víðidalsá. Stefnan er norðnorðaustur og hraðinn 13 km/klst. Þessar upplýsingar eru fengnar af http://depill.is/LiveTracking.aspx?alias=umfi, en þar er hægt að fylgjast með ferðum Gunnlaugs allan daginn. Og svo er bara að leggja inn á söfnunarreikninginn fyrir Grensásdeildina;
0130-26-9981, kt: 660269-5929.

Myndin hér að neðan er tekin af depill.is rétt í þessu:
Depill


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur ekki mikið að gera... svaka spennandi!

Siggi (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Stefán,það er gaman af þessu,og þvílíkt afrek,ég mætti Gunnlaugi rétt við þjónustu stöð Olís-Bauluna í gær,ég var mest hissa á ykkur Borgfirðingum að hlaupa ekki með honum,Siggi Þorsteins hefði nú getað kallað á einhverja úr Brák eða Skallagrími til að hlaupa með allavega svona 5km,Gunnlaugur var svona hálf eymanna þarna en það var nú Ford - bíll sem elti og studdi hann,en það hefði verið flott,ef allir hreppar á leiðinni hefðu fólk til að hlaupa smá spretti með honum að næstu sýslumörkum,svona til að koma lífi í þetta,nú skora ég bara á alla að setja pening í þennan hlaupakóng íslendinga og fyrirtæki líka,til að styrkja þetta frábæra framtak þeirra,maður veit aldrei hvenær við þurfum hjálp á Grensásdeild að halda,þetta er flott hjá þér Stefán,gott framtak.Flott móttaka hjá N1-Staðarskála,bæði fyrir aðstoðarmenn og hlaupara,Kiddi og frú eiga hrós fyrir. kær kveðja. konungur Þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 8.7.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir þetta Jóhannes! Gott að finna þessa jákvæðni og þennan kraft. Ingimundur Grétarsson hefur staðið sig langbest Borgfirðinga í þessu, en hann fylgir Gunnlaugi alla leið sem aðstoðarmaður og bílstjóri. Hleypur líka með honum fyrsta spölinn á hverjum morgni. Það væri náttúrulega hægt að búa til miklu meiri stemmingu í kringum þetta eins og þú bendir á. Sjálfur missti ég af leggnum í gegnum Borgarnes á mánudagsmorguninn, var að flækjast á fundum í Reykjavík. Renndi upp í Norðurárdal seinni partinn og náði að bæta það aðeins upp, en þegar ég kom til sögunnar var Gunnlaugur búinn að hlaupa 58 km þann daginn, þar af líklega 42 aleinn. En hvernig sem á þetta er litið, þá er þetta náttúrlega bara sögulegt afrek!!!

Stefán Gíslason, 8.7.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband