Leita í fréttum mbl.is

Myndir frá Akureyrarmaraþoni

Mér datt í hug að setja hérna inn nokkrar myndir sem Valtýr Hreiðarsson tók af Akureyrarmaraþoninu um síðustu helgi. Fékk þessar myndir að láni hjá Eyrarskokkurum, en þau voru öflugur hluti af öflugum hópi sjálfboðaliða sem gerði þennan hlaupaviðburð að jafn frábærri upplifun og hann var. Hægt er að sjá þessar myndir og margar fleiri á bloggsíðunni þeirra, http://eyrarskokk.blog.is/album/landsmotshlaup_2009. Takk Eyrarskokkarar og allir aðrir sem lögðu hönd á plóg. Mér finnst ástæða til að ítreka það sérstaklega að öll skipulagning hlaupsins og framkvæmd var Akureyringum til mikils sóma. Keppnisgögnum fylgdu afar greinargóðar upplýsingar um leiðina, staðsetningu drykkjarstöðva o.m.fl. Tímasetningar stóðust fullkomlega, starfsfólk á drykkjarstöðvum var afar alúðlegt og hjálpsamt og brautin var frábær. Smávægilegar brekkur breyta þar engu um. Og ekki spillti veðrið fyrir. Sjaldan hittir maður á betra veður í maraþoni. Sem sagt: Algjörlega frábært!!!

startweb
Við rásmarkið í Akureyrarmaraþoninu kl. 9.00 að morgni 11. júlí 2009. Þarna er ég sjálfur náttúrulega (í gulum bol) og mér á hægri hönd eru hjónin Ingibjörg og Alli úr Grafarvoginum (í hvítum bolum), en þau drógu mig áfram rúmlega hálfa leið.

Vaglirweb
Þarna er tekið vel á móti Alla og Ingibjörgu við drykkjarstöðina við Vaglir, 33,3 km að baki. Vinstra megin á myndinni er baksvipur Petreu Óskar Sigurðardóttur, en hinn baksvipinn þekki ég því miður ekki.

Torgweb
Drykkjarstöðin á Ráðhústorginu. Þarna var gott að koma, sérstaklega í seinni hringnum, því að þá voru bara rúmir 2 km eftir. :)

markweb
Það var ekki leiðinlegt að enda maraþonið á þessum glæsilega íþróttaleikvangi. "Mark" er fallegt orð þegar maður er búinn að hlaupa rúma 42 km. Sólin skein og Hvítbláinn blakti. :)

Verðlaunweb
Varð að skella þessari með, þó að hún sé keimlík annarri mynd með síðustu færslu. Þetta eru hinir aldurhnignu Borgfirðingar Gautur, Stefán og Ingimundur. Ef maður er ekki ánægður með sjálfan sig, hver ætti þá að vera það? :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán

Við  Alli viljum þakka þér hlý orð í okkar garð, alveg spurning hver dró hvern,  held  þó að þennan dag hafi hlaupagleðin verið við völd  hjá okkur og þér  

Já, þetta var sannarlega skemmtilegt hlaup og alltaf gaman að kynnast nýjum félögum á hlaupum. Sammála þér um að framkvæmd hlaupsins og drykkjarstöðvar voru í góðu lagi.

Að lokum til hamingju með hlaupið, þú hljópst þetta mjög vel og lýsingin þín á "ferðalaginu" en ég vil nú stundum kalla maraþon ferðalag, er lifandi og skemmtileg.

Hlauparakveðjur,

Ingibjörg og Alli

Ingibjörg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband