25.8.2009 | 17:05
VIÐ eigum tæki sem Litlagulahænan á kannski ekki
Ég er algjörlega sammála sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherranum um að tryggja þurfi framtíð íslenskrar sementsframleiðslu. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því, að leiðin að því markmiði kann að vera þyrnum stráð, þar sem við þurfum jú að virða íslenskar og alþjóðlegar reglur um samkeppni á markaði. Það er með öðrum orðum ekkert augljóst hvernig ríkisstjórnin getur gripið inn í málið með beinum hætti.
En meðan við veltum því fyrir okkur hvað ríkið geti gert í málinu væri kannski ráð að við litum okkur nær hvert og eitt, hvort sem við erum bara einstaklingar eða líka fulltrúar fyrirtækja, stofnana eða samtaka. Hvers konar þjóð er það eiginlega sem situr með hendur í skauti á meðan atvinnutækifærin leka úr landi? Hvers konar Litluguluhænusamfélagi lifum við eiginlega í? Er ríkisstjórnin kannski einhver lítil gul hæna sem á að gera allt, hvort sem hún hefur tækin til þess eða ekki, á meðan við segjum ekki ég hvert í kapp við annað?
VIÐ, hvert og eitt, hvort sem við erum bara einstaklingar eða líka fulltrúar fyrirtækja, stofnana eða samtaka, eigum einfaldlega að kaupa íslenskt sement í staðinn fyrir innflutt á meðan ástandið í landinu okkar er eins og það er! VIÐ þurfum ekkert að bíða eftir því að ríkisstjórnin finni þau tæki sem henni er heimilt að beita. VIÐ höfum val. VIÐ eigum ekki að leyfa okkur að spila á fiðlu á meðan Róm brennur og beðið er eftir því að ríkisstjórnin eða litla gula hænan komi með stóra slökkvibílinn, sem er reyndar ekkert víst að komist að eldinum. VIÐ eigum öll okkar litlu vatnsfötur, sem eru tilbúnar til notkunar núna strax! VIÐ erum ekki stikkfrí.
Og þetta á ekki bara við um sement! Það er kominn tími til að þjóðin taki höndum saman til að verja íslenska framleiðslu - og um leið afkomumöguleika eigin barna. Okkar tími er kominn. Annars fer illa.
Segja að ríkisstjórnin verði að verja Sementsverksmiðjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
Viðskipti
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
Athugasemdir
Þó að samlíkingarnar séu flottar og ræðan hljómi vel þá er vandamálið það að það er engin að kaupa steypu. Og ef engin er að kaupa steypu, hver á þá að bjarga sementsverksmiðjunni. Ekki verður það kjúklingaiðnaðurinn.
Stebbi (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 19:39
Sé það rétt sem fram hefur komið í sementsumræðu síðustu daga, að stórir aðilar, þ.á.m. opinberir aðilar, hafi keypt innflutt sement í töluverðu magni, þá er greinilega einhver að kaupa steypu. Málið snýst þá ekki bara um það hvort menn kaupa eða kaupa ekki steypu, heldur líka hvaðan þeir kaupa hana.
Stefán Gíslason, 25.8.2009 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.