Leita í fréttum mbl.is

163. besti maraþonhlauparinn

Mér finnst mikið til um eigin hlaupaafrek, eins og glöggir lesendur kunna að hafa tekið eftir. Ég er t.d. ákaflega stoltur af því að vera nú kominn í 163. sætið á lista Félags maraþonhlaupara yfir bestu maraþonhlaupara Íslandssögunnar. Er sem sagt búinn að hækka mig um 169 sæti síðan í vor, en þá var ég í 332. sæti. Akureyrarmaraþonið fleytti mér upp um tæp 80 sæti, og síðasta laugardag tókst mér að klifra rúmlega annað eins.

En ég er nú ekki bara ánægður með sjálfan mig, heldur ekki síður með Ingimund Grétarsson, hlaupafélaga minn. Hann hljóp sig á einu bretti úr 333. sæti upp í 196. sæti á þessari sömu skrá núna á laugardaginn. Það eru hátt í 140 sæti í einu skrefi ef svo má segja. Fyrir svo sem 6 árum hefði hann haft töluvert fyrir því að hlaupa 42 metra, en nú hleypur hann 42 km eins og ekkert sé, og bætir sig ár frá ári. Saga hans er gott dæmi um þann árangur sem fólk getur náð, jafnvel fólk sem heldur að það geti ekki neitt, sé orðið of gamalt eða of eitthvað annað til að nokkur von sé um framfarir á nokkru sviði.

Og hvernig fer maður svo að því að vera í stöðugri framför í maraþonhlaupi, þó að maður sé kominn á sextugsaldurinn? Svarið er í aðalatriðum einfalt: Maður setur sér markmið og hefur trú og þolinmæði til að ná því, jafnvel þó að maður sé hálflúinn að loknum vinnudegi, þó að úti sé aðeins of kalt og þó að stundum líði vikur og mánuðir án þess að maður sjái nokkra framför.

Birna G. Konráðsdóttir tók þessa fallegu mynd af okkur félögunum á útmánuðum 2008. Hún segir svo sem sína sögu.

SGhlauphélaweb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Þetta er skemmtilegur listi... ég fann sjálfan mig í 222 sæti í eina maraþonhlaupinu sem ég náði áður en blessuð hnén gáfu sig

Brattur, 25.8.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Fríða

Eru þetta forréttindi?  Best að hlaupa svolítið langt og hugsa það mál á leiðinni.  Það sem allir hafa möguleika á að gera, eða allavega flestir, það eru kannski ekki forréttindi.  Ok, við getum ekki öll verið meðal þeirra 200 efstu á listanum, en það geta miklu fleiri hlaupið maraþon en gera það.  Flestir hafa líklega enga löngun til þess, en það eru samt örugglega margir sem gætu vel hugsað sér að geta montað svona, en mikla það of mikið fyrir sér.  Þetta er vinna eins og svo margt annað. 

Fríða, 26.8.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband