Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
3.8.2008 | 00:18
PS:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2008 | 22:58
Lítið um blogg, enda sumar
Ég hef að mestu leyft blogginu að hvílast síðustu vikur, enda man ég ekki betur en ég hafi gefið þjóðinni það góða ráð fyrir tæpum mánuði síðan, að slökkva á tölvum, setjast út í móa og drekka vatn úr læk. Tölvur og sjónvörp eru tæki til að nota á vetrum. Sumarið er útitími. Jú, samt er ég víst sestur við tölvuna - knúinn af einhverri fíkn líklega.
Síðustu daga hef ég notað í langþráðar framkvæmdir úti í garði; skjólveggjasmíði og því um líkt. Slík verkefni byggjast á mörgum handtökum, sem sum eru ekki auðskýrð eftir á, eins og meðfylgjandi mynd sýnir:
Garðvinna er heilsubót. Nálægðin við Móður Jörð læknar flesta kvilla, sérstaklega þá andlegu, og gott ef ekki brunasár líka.
Ég hef ekki enn hlaupið eitt einasta örstutt spor síðan ég lagaði kaffið austur á Fljótsdalshéraði 20. júlí sl. Og ég sem drekk ekki einu sinni kaffi. Ég drakk einu sinni kaffi, en það er auðvitað allt annað mál! En þetta stendur allt til bóta. Kannski er líka bara gott að taka sér dálítið frí frá hlaupunum. Sumir hlaupaspekingar halda því alla vega fram. Reyndar held ég að það sé tóm vitleysa, nema náttúrulega ef maður hefur ofgert líkamanum og þarf að gefa honum frið til að jafna sig. Það er manninum eðlislægt að hlaupa, þannig að frí frá því ættu að vera óþörf ef allt er með náttúrulegum hætti.
Það er gaman að vera í sumarfríi. Á vissan hátt er það mest gaman þegar maður gerir ekkert, þ.e.a.s. þegar ekkert sérstakt er í gangi, maður vaknar bara á morgnana (fyrr og fyrr eftir því sem árin líða) og dólar sér svo eitthvað, les íþróttasíðurnar í Mogganum, setur í þvottavél, sest út á stétt með tebolla (ekki kaffibolla), smíðar kannski skjólvegg en tekur ekki þátt í neinni fyrirfram mótaðri dagskrá. Þannig verður tíminn nefnilega eins og heilt brauð, en ekki brauðsneiðar. Tíminn breytist í brauðsneiðar ef maður er búinn að skipuleggja sumarfríið í tætlur áður en það byrjar. Þá er maður eiginlega staddur hvergi á hverjum gefnum tímapunkti - og það sem er skiptir engu máli, heldur bara það sem stendur til. Maður er sem sagt hvergi nema á leiðinni eitthvert annað. Núið hverfur, þáið hverfur líka af því að það er ekki rifjað upp, en það sem verður fær alla athyglina.
Fyrir nokkrum árum gaf góður vinur minn mér bókina "Tíu þankar um tímann" eftir Bodil Jönsson. Ég hef lengi ætlað að miðla blogglesendum nokkrum góðum umhugsunarefnum úr þessari bók, en það hefur bara ekki enn komist í verk. Kannski hef ég ekki haft tíma til þess. Reyndar eru þessar vangaveltur mínar um brauð og brauðsneiðar ættaðar úr bókinni, en þar talar Bodil um muninn á "styckad och ostyckad tid". "Ostyckad tid" er til dæmis svona sumartími eins og margir muna eftir úr æskunni, þegar sumarið virtist endalaust, bara einhvers konar "nóttlaus voraldar veröld", laus við leikjanámskeið, sólarlandaferðir, fótboltamót og aðra tímasetta viðburði. Kannski segi ég ykkur meira frá þessari bók seinna, kannski spyrjið þið mig út í hana, eða kannski kaupið þið hana bara á bokus.com ef hún er ekki uppseld. Mig langar líka að eignast bókina "Í tíma og ótíma" eftir sama höfund, en það er enginn búinn að gefa mér hana ennþá.
Ég ætla að halda áfram að vera í sumarfríi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 145503
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Pútin tilkynnir páskavopnahlé
- Hæstiréttur skipar Trump að stöðva brottvísanirnar
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
Fólk
- Veikindafríi Palla formlega lokið
- Ég hafði uppi mjög sterkar varnir
- Katrín á Aldrei fór ég suður
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
Viðskipti
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
- Ræða áskoranir stafrænnar umbreytingar
- Ísland komið á stóra sviðið