Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
15.4.2009 | 13:33
Óþörf orð rýra málið
Mér leiðist þegar fólk skýtur inn óþörfum aukaorðum í texta, t.d. óþörfu aukafrumlagi, eða hvað það nú annars heitir það ágæta lag. Oftast er það auðvitað smekksatriði hvort aukaorð séu til þess fallin að auðga textann eða rýra, en í dag rakst ég á setningu á mbl.is sem ég tel vera dæmi um hið síðarnefnda:
Alls voru 24 keppendur frá Íslandi sem tóku þátt í mótinu og hömuðu þeir sex Norðurlandameistaratitlum
Mér hefði fundist setningin betri svona:
Alls tóku 24 keppendur frá Íslandi þátt í mótinu og hömpuðu þeir sex Norðurlandameistaratitlum
Þegar búið er að skrifa texta, er það í senn góð hugmynd og góð æfing að lesa hann yfir með niðurskurðargleraugum og prófa að taka út einstök orð. Ef textinn er jafngóður eða betri eftir, þá hefur orðið mátt missa sín.
Þetta var málfarsnöldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2009 | 13:16
Enginn "undo-hnappur" í pólitík
Æ, þetta er allt saman hálfvandræðalegt! Ég fatta samt ekki af hverju Sjálfstæðismenn eru að gera svona mikið mál úr þessu. Það var ekkert lögbrot að taka við þessum peningum á þessum tíma (desember 2006) - og svona gerðust bara kaupin á eyrinni.
Auðvitað er afleitt ef þessir peningar hafa átt að liðka til fyrir einhverri tiltekinni afgreiðslu - og enn verra ef þeir hafa gert það. Svoleiðis er náttúrulega kallað mútur. En þetta mátti nú samt. Slíkt var ruglið á þessum tíma!
Ég skil alls ekki tilganginn í að leita að þeim sem báðu um þessa peninga eða höfðu milligöngu um að útvega þá, sérstaklega ekki ef þeir voru ekki kjörnir fulltrúar. Þetta hafa þá líklega bara verið einhverjir hjálparkokkar sem voru bara að reyna að gera sitt besta. Ef þeir voru ekki í innsta hring hlýtur einhver úr þeim hring að hafa leitað liðsinnis þeirra. Það að gera þessa menn að einhverjum blórabögglum í málinu heitir náttúrulega bara að skjóta sendiboðann!
Væri ekki miklu nær að segja blákalt og hreinskilnislega: "Svona vorum við vön að vinna 2006, en við erum hætt því núna"? Kjósendur ráða svo bara hvort þeir trúa því og hvort þeir fyrirgefi. Þeir geta gefið það til kynna 25. apríl nk.
Vitlausast af öllu finnst mér að ætla svo að skila þessum peningum! Staðreyndinni verður ekki breytt, nefnilega þeirri staðreynd að flokkurinn þáði þetta á sínum tíma. Hafi þessir peningar haft einhver áhrif á einhverja ákvarðanatöku, þá er skaðinn skeður. Og hafi þeir skaðað ímynd flokksins, þá er sá skaði líka skeður. Það er nefnilega ekki til neinn "undo-hnappur" í pólitík!
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.4.2009 | 11:12
Obama fer vel af stað!
Ég er afar sáttur við frammistöðu Baracks Obama fyrstu 11 vikurnar í embætti. Af mörgu er að taka, en ég læt nægja að nefna alúðlegar viðræður við fulltrúa Írans, fyrirheit um frumkvæði Bandaríkjamanna í því að skapa kjarnorkuvopnalausan heim og nú þessa frétt um málefni Palestínu.
Mér finnst virkilega uppörvandi að fylgjast með leiðtoga sem hefur kjark til að sýna öðrum þjóðum virðingu, jafnvel þótt þær spili ekki alveg eftir nótum, skilning á að vinsemd er líklegri til árangurs en fjandsemi - og festu til að fylgja eftir málum sem stuðla að betra samfélagi heimafyrir og á heimsvísu. Og ekki spillir glæsileg framkoma og ræðusnilld fyrir.
![]() |
Obama og Netanyahu í áróðursstríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2009 | 22:42
Draumur um málþóf
Á Eldeynni komst ég á ælendaskrá
og á einhverjum fundum á mælendaskrá.
En ef ég kem því í kring
að ég komist á þing,
þá verð ég sko efstur á vælendaskrá.
![]() |
Enn fjölmargir á mælendaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2009 | 23:34
Út að hlaupa - 1. apríl
Auðvitað hljóp ég enga 45 km í morgun, í mesta lagi svona 12 seinnipartinn. Glöggir lesendur hafa auðvitað séð strax, að þetta var eitthvert aprílhlaup, þó ekki væri nema vegna þess að ég sagðist hafa verið örþreyttur að hlaupi loknu. Maður viðurkennir ekki svoleiðis, ekki opinberlega, nema þá 1. apríl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 12:51
Út að hlaupa - örþreyttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt