Leita í fréttum mbl.is

Komnir í mark :-)

Við Ingimundur erum komnir í mark í Rómarmaraþoninu. Þetta var náttúrulega bara algjört ævintýri frá upphafi til enda, veðrið frábært og stemmingin ótrúleg. Happy

Ég skrifa meira um hlaupið fljótlega, en núna ætla ég bara að segja frá árangrinum. Ég hljóp sem sagt á 3:33:00 klst og bætti persónulega metið mitt frá 1996 um 2:56 mín. Gríðarlega sáttur með það. Happy Ingimundur stóð sig líka frábærlega og kom í mark á 3:42:54 klst. Þetta eru "flögutímar", þ.e.a.s. sá tími sem það tók okkur að hlaupa frá rásmarkinu að endamarkinu.

En sem sagt: Meira um þetta ævintýri síðar. Þangað til verður þessi mynd að nægja. Björk tók hana áðan þegar við vorum komnir á hótelið.

Róm080316 001cropweb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt. Þið eruð algerar hetjur... 

Er annars komin aftur til Skopje eftir alveg frábæra ferð. Takk fyrir skemmtilegan félagsskap og góða ferð heim á morgun.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:30

2 identicon

Frábært :) til hamingju báðir tveir. Lítið alveg ótrúlega vel út þó að maraþonið sé að baki :)

Vonandi eigið þið góða kvöldstund í kvöld og náið að hvíla kroppana, Björk líka því ég veit að hún var á fullu í handavinnu á meðan þið puðuðuð í maraþoninu :)

Hlakka til að sjá ykkur hjón :)

Harpa frænka

Harpa frænka (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 18:02

3 identicon

Vá, hvað þið eruð flottir svona sjúskaðir :)
Til hamingju pabbi minn!
Bið að heilsa..

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 18:39

4 identicon

Sælir Stefán og Ingimundur !

Til hamingju með flottann árangur, þetta hefur örugglega verið mikil upplifun. Hlakka til að lesa frásögn þína af hlaupinu. Bestu kveðjur, Stefán Thordarson 

Stefán Thordarson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 19:25

5 identicon

Var Stebbi númer 2 eða 3 í hlaupinu??? Til Hamingju med árangurinn

Lói (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:22

6 identicon

Til hamingju báðir tveir. Frábærir tímar hjá ykkur. Og Stefán flott að bæta tímann um nær 3 mínútur.

Við biðjum að heilsa Björk.

Hjörtur og Svandís (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:36

7 identicon

Til hamingju með þetta báðir tveir! Þetta hafðist greinilega með glæsibrag.

Góða ferð heim.

Ragnhildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband