Leita í fréttum mbl.is

Styðjum Dalai Lama

Jæja, nú er tækifæri til að láta í sér heyra út af yfirgangi Kínverja í Tíbet. Mánudagurinn 31. mars nk. verður nefnilega sérstaklega helgaður baráttunni fyrir því að kínversk stjórnvöld taki upp alvöru viðræður við Dalai Lama um framtíð Tíbets. Fyrir þann tíma ætla Avaaz-samtökin að safna 2.000.000 undirskriftum því til stuðnings. Nú fyrir stundu voru komnar eitthvað um 1.128.000 undirskriftir, þar á meðal mín. Þið getið lagt ykkar lóð á vogarskálina með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan og slást í hópinn. Eins og Avaaz-samtökin hafa bent á, er þetta líklega besta tækifæri sem gefist hefur í áratugi til að hjálpa Tíbetum að rétta stöðu sína. Verum minnug þess að „enginn gerði stærri mistök en sá sem gerði ekkert, af því að honum fannst geta gert svo lítið“.

Og hér kemur tengill á undirskriftasöfnunina:
http://www.avaaz.org/en/tibet_end_the_violence/74.php/?cl=67309715

363_Dalai_Lama_tweaked


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband