2.4.2008 | 08:16
Ótrúlegt áhugaleysi!
Það vill greinilega enginn græða á því að framleiða demanta í bílskúrnum sínum. Alla vega hef ég ekki fengið neinar fyrirspurnir um málið í framhaldi af bloggskrifum gærdagsins. Og það mætti heldur enginn á kynninguna í Hyrnutorgi, held ég.
Nú, það viðurkennist sem sagt hér með, að um aprílgabb var að ræða. Líklega hefur það verið alveg misheppnað, því að ég veit ekki til að neinn hafi hlaupið neitt þess vegna. Ég hljóp ekki einu sinni sjálfur í gær!
Sumt í demantafærslunni var kannski ekki alveg út í hött, en annað var býsna hæpið. En þetta á allt eftir að verða að veruleika! Þannig er það nefnilega yfirleitt með aprílgöbbin mín. Sjáið t.d. aprílgabbið á blogginu mínu í fyrra, þar sem sagt var frá því að Al Gore væri að koma til landsins. Og viti menn: Hann kemur í næstu viku og verður með fyrirlestur í Háskólabíói á þriðjudagsmorgun! Ég verð reyndar ekki þar, af því að hann gleymdi að bjóða mér sérstaklega og ég var of seinn að útvega mér miða.
Niðurstaðan er þessi: Fylgist vel með demantafréttum í apríl 2009!!!!!!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Verða heimagerðir demantar kannski jólagjöfin í ár!!
I´m in!!!!!
Ragnhildur (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:37
Ja, ég hló svo mikið að það hefur örugglega jafnast á við smá hlaup. Tengi á þetta hjá þér.
Fríða, 2.4.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.