Leita í fréttum mbl.is

Í 19. sæti

Þessi færsla er skrifuð í miklum flýti! Ég tók nefnilega eftir því að ég er inni á „Topp-20“ listanum yfir bestu maraþonhlaupara ársins, nánar tiltekið í 19. sæti. Hætt er við að þessi gríðarlega frægð muni ekki vara lengi, og því fannst mér brýnt að geta um þetta hér og . Reyndar er ég í 22. sæti ef konurnar eru taldar með. Tvær þeirra náðu aldeilis frábærum árangri í Lundúnamaraþoninu á dögunum, sérstaklega Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, sem varð í 2. sæti í flokki fimmtugra og eldri á 3:12:03 klst. Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir hvílíkt afrek þetta er. Lundúnamaraþonið er sko ekkert innanfélagsmót!

Í andránni er ég í 285. sæti á maraþonafrekaskrá Íslendinga frá upphafi og hef lækkað um eitt sæti á síðustu dögum. Það er sem sagt ekki alveg hægt að segja að maður sé í fremstu röð. Því er best að grípa til þeirrar ágætu lífsreglu, að það sé ekkert aðalatriði að vinna, heldur bara að vera með. Reyndar hvet ég alla til að lesa þessa skrá, því að hún er sérdeilis fróðleg og skemmtileg fyrir þá sem hafa gaman af fólki og tölum. Svo er hægt að raða henni að vild með því að smella á fyrirsagnir dálka.  Stefán Thordarson hefur unnið sérlega gott starf við að halda þessu öllu saman saman! Samtals hefur hvorki meira né minna en 1.051 Íslendingur lagt heilt maraþonhlaup að baki. Reyndar kunna þeir að vera aðeins fleiri, því ekki er víst að allar upplýsingar um afrek Íslendinga erlendis hafi ratað inn á skrána. Og sífellt fjölgar á listanum!

Í lokin þarf ég nauðsynlega að koma því að, að hinn hlaupahópurinn í Borgarnesi, Ingimundur Grétarsson, er í 286. sæti á maraþonafrekaskránni, 5 sek. á eftir mér. Þetta er verulegur munur, líklega einir 17 metrar af þessum 42.195! Getur hann brúað þetta bil? Spurning um að setja upp veðbanka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

Ég er í hundraðfertugasta og fjórða sæti af konunum :)  Hvaða óskapa fjöldi fólks er eiginlega þarna.

Fríða, 14.4.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Það er barasta fullt af fólki "út um allt" að hlaupa maraþonhlaup - hvert sem litið er!

Stefán Gíslason, 14.4.2008 kl. 22:18

3 identicon

Sæll Stefán.

Mig langar að þakka þér fyrir mjög uppbyggjandi og góð orð til mín um daginn.  Svo vil ég líka óska þér til hamingju með sætið, það er ekkert smá að hlaupa maraþon!  Held maður þurfi nú að vera vel þrjóskur og ákveðinn til að komast í mark yfir höfuð.

Kveðja

Þórey Edda

Þórey Edda (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband